Fótbolti

Hörður Björgvin: Kennum hitanum ekki um

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Svekktur Hörður í leikslok
Svekktur Hörður í leikslok Vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon var eðlilega ósáttur í leikslok eftir tap Íslands gegn Nígeríu á HM í Rússlandi í dag. Hörður vildi ekki kenna hitanum í Volgograd um tapið.

„Leiðinlegt að tapa 2-0. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en þeir eru ósköp fljótir og nýttu sér tækifæri á bakvið varnarlínuna. Gerðu það vel og kláruðu leikinn þannig,“ sagði Hörður Björgvin í viðtali við Tómas Þór Þórðarson í Volgograd í leikslok.

„Voðalega „basic“ held ég,“ svaraði Hörður aðspurður hvað honum þætti um mörkin sem Ísland fékk á sig. „Gerðu þetta mjög einfalt. Við vorum í sókn og þeir fóru í skyndisókn. Nýttu hraða sinn og gerðu það vel. Erfitt að verjast þessu þegar við vorum komnir fram og þurftum að spretta til baka.“

Gríðarlegur hiti var í Volgograd í dag, var hann mikið að trufla leikmenn íslenska liðsins?

„Það spilar allt inn í en við kennum hitanum ekki um. Þeir voru tilbúnari heldur en við.“

Örlögin eru ekki lengur í höndum strákanna, þeir þurfa að sigra Króatíu og treysta á að Argentína vinni Nígeríu. Þá má sigur Argentínumanna ekki vera stærri en okkar manna.

„Við viljum vera með pálmann í höndunum en þurfum að treysta á að Argentína vinni ekki stórt og við klárum Króatíu,“ sagði Hörður Björgvin Magnússon.


Tengdar fréttir

Heimir: Ekki röng taktík

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var að vonum hundsvekktur eftir tapið gegn Nígeríu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×