Aron Einar: Ódýrt mark og þurfum að fara erfiðu leiðina Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. júní 2018 18:16 Aron Einar gengur af velli vísir/vilhelm Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir tap Íslands gegn Nígeríu í Volgograd í öðrum leik Íslands á HM. „Þetta er svekkelsi. Leiðinleg úrslit. Núna er þetta ekki lengur í okkar höndum, við þurfum að gera okkar og vona það besta en það er bara áfram gakk,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Kolbein Tuma Daðason í Volgograd að leik loknum. „Nú förum við bara í það að rýna í þennan leik, slæmt fyrir okkur að fá á okkur mark úr okkar föstu leikatriði. Mér fannst við vera með þá og okkur leið vel inn á vellinum. Leiðinleg úrslit og spilamennskan í seinni hálfleik ekki frábær en við horfum ótrauðir áfram og bætum það sem við þurfum að bæta.“ „Við ætluðum að keyra meira upp vængina þar sem okkar bestu færi komu þegar við vorum að skipta á köntunum og fengum bakverðina í leik. Við gerðum ekki alveg nóg af því, því miður, en samt sem áður gerðu þeir vel í því.“ „Ódýrt að fá á sig svona mark og þá vorum við komnir á afturhælana en reynum samt. Það er ekki hægt að segja að við höfum ekki lagt allt í sölurnar. Ég sá það að koma inn í klefa og taka í spaðann á mönnum að menn voru algjörlega búnir.“ Örlögin eru ekki lengur í okkar höndum. Ísland þarf að treysta á að Argentína vinni Nígeríu í lokaleik sínum á sama tíma og Ísland vinni Króatíu. „Við viljum hafa þetta í okkar höndum en við þurfum að fara erfiðu leiðina og verðum að vona að það gangi upp. Þurfum að leggja okkur fram og gefa allt í sölurnar.“ Aron Einar er að koma til baka úr meiðslum og var farið að hægjast töluvert á honum undir lokin. Hann sagði sig samt vera í góðu ástandi. „Ég er allt í lagi, kannski farið að hægjast aðeins á mér en mér leið ágætlega þegar ég fékk boltann, sem var ekkert of oft.“ „Nú fer ég bara í það að koma mér í gang og vonandi verð 100 prósent klár fyrir þann leik.“ Aroni var skipt út af fyrir Ara Frey Skúlason undir lok leiksins. Hann virtist ekki mjög sáttur með skiptinguna en viðurkenndi svo að þreytan var farin að segja til sín. „Ég fann að það var að hægjast á mér, sem er kannski eðlilegt miðað við allt. Ég vill aldrei fara út af en Heimir hefur séð að það var farið að hægjast á mér og vildi breyta til og fá aðeins meiri sóknarskiptingu.“ Heimir Hallgrímsson breytti uppstillingu liðsins fyrir leikinn, fór úr 4-5-1 í 4-4-2 og hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd aðeins á samfélagsmiðlum í ljósi úrslitanna. Aron taldi breytinguna ekki hafa ráðið úrslitunum í dag. „Það er hægt að rýna í allt. Við höfum spilað frábæran leik í 4-4-2 og í 4-5-1. Ég held að það hafi ekki gert útslagið. Við fengum mark á okkur og þurfum að vera með meira drápseðli, taka menn niður þó við fáum gult spjald.“ „Þeir voru fyrri til í þessum leik og voru að vinna allt of marga seinni bolta.“ Í fyrri hálfleik átti Nígería ekki eitt skot á markið. Þeir áttu sitt fyrsta skot aðeins tíu sekúndum eftir að seinni hálfleikurinn var flautaður á og skoruðu svo stuttu seinna. Hvað gerðist í hálfleiknum? „Við vissum alveg að þeir kæmu inn í seinni hálfleikinn af krafti. Þeir þurftu að sækja sigur. Þeir fá ódýrt mark sem kveikir vel í þeim og seinna markið er aftur klaufaskapur af okkar hálfu. Núna er bara Króatía, við dveljum ekki of lengi á þessu, upp með kassan og rífa þetta í gang,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir tap Íslands gegn Nígeríu í Volgograd í öðrum leik Íslands á HM. „Þetta er svekkelsi. Leiðinleg úrslit. Núna er þetta ekki lengur í okkar höndum, við þurfum að gera okkar og vona það besta en það er bara áfram gakk,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Kolbein Tuma Daðason í Volgograd að leik loknum. „Nú förum við bara í það að rýna í þennan leik, slæmt fyrir okkur að fá á okkur mark úr okkar föstu leikatriði. Mér fannst við vera með þá og okkur leið vel inn á vellinum. Leiðinleg úrslit og spilamennskan í seinni hálfleik ekki frábær en við horfum ótrauðir áfram og bætum það sem við þurfum að bæta.“ „Við ætluðum að keyra meira upp vængina þar sem okkar bestu færi komu þegar við vorum að skipta á köntunum og fengum bakverðina í leik. Við gerðum ekki alveg nóg af því, því miður, en samt sem áður gerðu þeir vel í því.“ „Ódýrt að fá á sig svona mark og þá vorum við komnir á afturhælana en reynum samt. Það er ekki hægt að segja að við höfum ekki lagt allt í sölurnar. Ég sá það að koma inn í klefa og taka í spaðann á mönnum að menn voru algjörlega búnir.“ Örlögin eru ekki lengur í okkar höndum. Ísland þarf að treysta á að Argentína vinni Nígeríu í lokaleik sínum á sama tíma og Ísland vinni Króatíu. „Við viljum hafa þetta í okkar höndum en við þurfum að fara erfiðu leiðina og verðum að vona að það gangi upp. Þurfum að leggja okkur fram og gefa allt í sölurnar.“ Aron Einar er að koma til baka úr meiðslum og var farið að hægjast töluvert á honum undir lokin. Hann sagði sig samt vera í góðu ástandi. „Ég er allt í lagi, kannski farið að hægjast aðeins á mér en mér leið ágætlega þegar ég fékk boltann, sem var ekkert of oft.“ „Nú fer ég bara í það að koma mér í gang og vonandi verð 100 prósent klár fyrir þann leik.“ Aroni var skipt út af fyrir Ara Frey Skúlason undir lok leiksins. Hann virtist ekki mjög sáttur með skiptinguna en viðurkenndi svo að þreytan var farin að segja til sín. „Ég fann að það var að hægjast á mér, sem er kannski eðlilegt miðað við allt. Ég vill aldrei fara út af en Heimir hefur séð að það var farið að hægjast á mér og vildi breyta til og fá aðeins meiri sóknarskiptingu.“ Heimir Hallgrímsson breytti uppstillingu liðsins fyrir leikinn, fór úr 4-5-1 í 4-4-2 og hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd aðeins á samfélagsmiðlum í ljósi úrslitanna. Aron taldi breytinguna ekki hafa ráðið úrslitunum í dag. „Það er hægt að rýna í allt. Við höfum spilað frábæran leik í 4-4-2 og í 4-5-1. Ég held að það hafi ekki gert útslagið. Við fengum mark á okkur og þurfum að vera með meira drápseðli, taka menn niður þó við fáum gult spjald.“ „Þeir voru fyrri til í þessum leik og voru að vinna allt of marga seinni bolta.“ Í fyrri hálfleik átti Nígería ekki eitt skot á markið. Þeir áttu sitt fyrsta skot aðeins tíu sekúndum eftir að seinni hálfleikurinn var flautaður á og skoruðu svo stuttu seinna. Hvað gerðist í hálfleiknum? „Við vissum alveg að þeir kæmu inn í seinni hálfleikinn af krafti. Þeir þurftu að sækja sigur. Þeir fá ódýrt mark sem kveikir vel í þeim og seinna markið er aftur klaufaskapur af okkar hálfu. Núna er bara Króatía, við dveljum ekki of lengi á þessu, upp með kassan og rífa þetta í gang,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sjá meira