Varaformaður ADHD-samtakanna: „Þetta er svakalega erfitt.” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júní 2018 20:00 Framkvæmdastjóra ADHD samtakanna hefur verið vikið frá störfum og kærður til lögreglu vegna gruns um fjármálamisferli. Varaformaður stjórnar samtakanna segir málið þyngra en tárum taki. Þröstur Emilsson var leystur frá störfum sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna á föstudaginn fyrir viku. Samkvæmt heimildum fréttastofu naut Þröstur ekki lengur trausts stjórnarinnar en RÚV greindi fyrst frá kærunni í dag. Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður stjórnar samtakanna, segir málið litið grafalvarlegum augum en ákvörðunin um að víkja Þresti frá störfum var tekin í framhaldi af ábendingum frá endurskoðanda og var ekki tekin af léttúð að sögn Vilhjálms. „Við völdum ákveðna leið og við teljum að hún sé rétt og sú eina sem við gátum, með einhverri virðingu fyrir okkur sjálfum og málefninu, gert,” segir Vilhjálmur. „Þetta er svakalega erfitt.” Hann kveðst aðspurður ekki geta tjá sig um hversu miklar upphæðir sé að ræða en samkvæmt heimildum fréttastofu er Þröstur grunaður um bæði fjárdrátt og umboðssvik. „Við sem vinnum þarna, launalaust eða á launum, og brennum fyrir málefnið. Og ofan á það náttúrlega eru vinslit og samstarf til margra ára, þannig þetta er mjög flókið,” segir Vilhjálmur. Þröstur hafði gegnt starfinu síðan 2013 en Ellen Calmon hefur tekið við hlutverki framkvæmdastjóra tímabundið þar til auglýst verður eftir nýjum framkvæmdastjóra. ADHD samtökin halda ótrauð áfram starfi sínu að sögn Vilhjálms en ráðist verði í ítarlega skoðun ferla innan félagsins. „Það er einhver ástæða fyrir því að þetta var hægt og við þurfum að finna leiðir og gera hlutina í framtíðinni þannig að svona lagað geti ekki gerst.” Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Framkvæmdastjóra ADHD samtakanna hefur verið vikið frá störfum og kærður til lögreglu vegna gruns um fjármálamisferli. Varaformaður stjórnar samtakanna segir málið þyngra en tárum taki. Þröstur Emilsson var leystur frá störfum sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna á föstudaginn fyrir viku. Samkvæmt heimildum fréttastofu naut Þröstur ekki lengur trausts stjórnarinnar en RÚV greindi fyrst frá kærunni í dag. Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður stjórnar samtakanna, segir málið litið grafalvarlegum augum en ákvörðunin um að víkja Þresti frá störfum var tekin í framhaldi af ábendingum frá endurskoðanda og var ekki tekin af léttúð að sögn Vilhjálms. „Við völdum ákveðna leið og við teljum að hún sé rétt og sú eina sem við gátum, með einhverri virðingu fyrir okkur sjálfum og málefninu, gert,” segir Vilhjálmur. „Þetta er svakalega erfitt.” Hann kveðst aðspurður ekki geta tjá sig um hversu miklar upphæðir sé að ræða en samkvæmt heimildum fréttastofu er Þröstur grunaður um bæði fjárdrátt og umboðssvik. „Við sem vinnum þarna, launalaust eða á launum, og brennum fyrir málefnið. Og ofan á það náttúrlega eru vinslit og samstarf til margra ára, þannig þetta er mjög flókið,” segir Vilhjálmur. Þröstur hafði gegnt starfinu síðan 2013 en Ellen Calmon hefur tekið við hlutverki framkvæmdastjóra tímabundið þar til auglýst verður eftir nýjum framkvæmdastjóra. ADHD samtökin halda ótrauð áfram starfi sínu að sögn Vilhjálms en ráðist verði í ítarlega skoðun ferla innan félagsins. „Það er einhver ástæða fyrir því að þetta var hægt og við þurfum að finna leiðir og gera hlutina í framtíðinni þannig að svona lagað geti ekki gerst.”
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42