Gylfi: Sama rútína hjá mér í vítinu eins og alltaf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2018 18:10 Gylfi Þór Sigurðsson undirbýr sig að taka vítaspyrnuna. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson fékk kjörið tækifærið til að koma íslenska liðinu aftur inn í leikinn á móti Nígeríu en skaut þá yfir úr vítaspyrnu. Gylfi hefur skorað úr nokkrum mikilvægum vítaspyrnum fyrir íslenska landsliðið en að þessu sinni brást hann á úrslitastundu. „Við erum gríðarlega svekktir og þá sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn. Við vorum mjög fínir þar en vorum síðan mjög ólíkir okkur sjálfum í seinni hálfleiknum,“ sagði Gylfi en hvað klikkaði í seinni hálfleiknum? „Við vorum svolítið óþolinmóðir, vorum að reyna að vinna leikinn í stað þess að bíða rólegir og þéttir til baka. Ég man ekki hversu margar skyndisóknir þeir áttu í seinni hálfleik en við vorum bara algjörlega ólíkir sjálfum okkur í seinni hálfleiknum,“ sagði Gylfi. „Við vissum að þeir höfðu engu að tapa og mundi selja sig dýrt í seinni hálfleik. Við töluðum um það en strax í byrjun seinni hálfleiks fóru þeir í skyndisókn og næstum því skoruðu. Þetta var síðan þannig allan seinni hálfleikinn,“ sagði Gylfi. „Í fyrri hálfleik vorum við að skapa fín færi, sköpuðum mikla hættu í föstum leikatriðum og áttum góðar sóknir. Við reyndum að sækja sigurinn í stað þess að vera þolinmóðir og láta þetta gerast hægt og rólega. Þeir spiluðu sig alltof auðveldlega í gegnum miðjuna, fram og svo út á kantana í seinni hálfleik,“ sagði Gylfi en hvað með vítaspyrnuna. Hvað fór í gegnum hausinn? „Ég vildi bara skora. Það er leiðinlegt þegar þetta fer eins og þetta fór en maður verður bara að halda áfram,“ sagði Gylfi. „Þetta var sama rútína hjá mér í vítinu eins og alltaf. Því miður fór boltinn yfir,“ sagði Gylfi. „Með góðum úrslitum í dag hefði þetta nokkurn veginn legið fyrir okkur. Þá hefði verið mjög líklegt að við hefðum farið áfram. Við klúðruðum því og núna þurfum við að bíða eftir öðrum úrslitum og auðvitað vinna okkar leik,“ sagði Gylfi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson fékk kjörið tækifærið til að koma íslenska liðinu aftur inn í leikinn á móti Nígeríu en skaut þá yfir úr vítaspyrnu. Gylfi hefur skorað úr nokkrum mikilvægum vítaspyrnum fyrir íslenska landsliðið en að þessu sinni brást hann á úrslitastundu. „Við erum gríðarlega svekktir og þá sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn. Við vorum mjög fínir þar en vorum síðan mjög ólíkir okkur sjálfum í seinni hálfleiknum,“ sagði Gylfi en hvað klikkaði í seinni hálfleiknum? „Við vorum svolítið óþolinmóðir, vorum að reyna að vinna leikinn í stað þess að bíða rólegir og þéttir til baka. Ég man ekki hversu margar skyndisóknir þeir áttu í seinni hálfleik en við vorum bara algjörlega ólíkir sjálfum okkur í seinni hálfleiknum,“ sagði Gylfi. „Við vissum að þeir höfðu engu að tapa og mundi selja sig dýrt í seinni hálfleik. Við töluðum um það en strax í byrjun seinni hálfleiks fóru þeir í skyndisókn og næstum því skoruðu. Þetta var síðan þannig allan seinni hálfleikinn,“ sagði Gylfi. „Í fyrri hálfleik vorum við að skapa fín færi, sköpuðum mikla hættu í föstum leikatriðum og áttum góðar sóknir. Við reyndum að sækja sigurinn í stað þess að vera þolinmóðir og láta þetta gerast hægt og rólega. Þeir spiluðu sig alltof auðveldlega í gegnum miðjuna, fram og svo út á kantana í seinni hálfleik,“ sagði Gylfi en hvað með vítaspyrnuna. Hvað fór í gegnum hausinn? „Ég vildi bara skora. Það er leiðinlegt þegar þetta fer eins og þetta fór en maður verður bara að halda áfram,“ sagði Gylfi. „Þetta var sama rútína hjá mér í vítinu eins og alltaf. Því miður fór boltinn yfir,“ sagði Gylfi. „Með góðum úrslitum í dag hefði þetta nokkurn veginn legið fyrir okkur. Þá hefði verið mjög líklegt að við hefðum farið áfram. Við klúðruðum því og núna þurfum við að bíða eftir öðrum úrslitum og auðvitað vinna okkar leik,“ sagði Gylfi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti