Fótbolti

Þjálfari Nígeríu: Íslenska landsliðið er frábært

Henry Birgir Gunnarsson í Volgograd skrifar
Heimir og Rohr ræðast við fyrir leikinn.
Heimir og Rohr ræðast við fyrir leikinn. vísir/getty
Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, var þakklátur og auðmjúkur eftir sigurinn á Íslandi í dag.

„Við vorum allt annað lið í síðari hálfleik. Leikmenn áttuðu sig á því í hálfleik að þeir þyrftu að gera betur. Við erum að spila við Ísland sem er gott lið og var betra en við í fyrri hálfleik,“ sagði Rohr.

„Ísland er hörkuandstæðingur og ég vil þakka þeim kærlega fyri heiðarlegan leik og flotta framkomu. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim.“

Vísir spurði Rohr að því hver væri lykillinn að því að vinna Ísland.

„Við fengum meira pláss í seinni hálfleik og gátum nýtt okkur hraða Musa. Lykillinn er að fara fast í íslenska liðið. Það er meiri hraði í okkar liði og líka meiri tækni inn á miðjunni. Við spiluðum hratt og þeir réðu illa við það. Ísland er frábært lið sem á skilið að vera í 20. sæti á FIFA-listanum. Ég óska íslenska liðinu alls hins besta.“


Tengdar fréttir

Heimir: Ekki röng taktík

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var að vonum hundsvekktur eftir tapið gegn Nígeríu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×