Fótbolti

Heimir: Ekki röng taktík

Henry Birgir Gunnarsson í Volgograd skrifar
Heimir á hliðarlínunni í kvöld.
Heimir á hliðarlínunni í kvöld. vísir/vilhelm
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var að vonum hundsvekktur eftir tapið gegn Nígeríu í kvöld.

Hann var ekki sáttur við fyrstu spurningu kvöldsins um að liðið hafi verið ólíkt sjálfu sér í þessum leik. Vildi útskýringar á spurningunni. Smá hundur í honum enda mikill keppnismaður.

„Þetta var ekki okkar leikur. Það var mikill hiti og Argentínuleikurinn tók sinn toll á okkur. Nígería spilaði gríðarlega vel og eru erfiðir við að eiga,“ sagði Heimir.

„Fyrri hálfleikur spilaðist eins og við vildum hafa hann. Fyrra markið þeirra breytti leikmyndinni og þeir eru gott skyndisóknarlið.“

Margir furðuðu sig á því að Heimir hafi breytt liðinu. Farið í 4-4-2 og tekið Emil út sem átti skínandi fínan leik gegn Argentínu. Ísland átti undir högg að sækja á miðjunni í leiknum og ekki síst þegar hitinn var farinn að taka sinn toll. Heimir sá ekki eftir liðsvalinu.

„Taktíkin hjá okkur var ekki röng. Við vorum aftur á móti aðeins ólíkir sjálfum okkur og bitlausir,“ sagði Heimir en hann var einnig spurður út í af hverju lítið kæmi úr föstu leikatriðunum. Hann var ekki sammála því og sagði liðið hafa ógnað úr föstum leikatriðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×