Fótbolti

Hverjir eru möguleikar Íslands eftir tapið?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson eftir að hann brenndi af vítaspyrnu sinni í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson eftir að hann brenndi af vítaspyrnu sinni í dag. Vilhelm
Ísland er í erfiðri stöðu á HM í Rússlandi eftir tapið fyrir Nígeríu í dag en þrátt fyrir allt eiga okkar menn enn möguleika á að komast áfram í keppninni

Til þess þarf Ísland að vinna Króatíu á þriðjudag og treysta um leið á hagstæð úrslit í leik Argentínu og Nígeríu á sama tíma. Allt neðangreint tekur því mið af því að Ísland vinni Króatíu á þriðjudag.

Ef að Nígería vinnur Argentínu á þriðjudag er Ísland úr leik, óháð því hvernig okkar mönnum vegnar á þriðjudag.

Ef að Nígería og Argentína gera jafntefli verða Ísland og Nígería jöfn með fjögur stig og mun þá markahlutfall ráða úrslitum um hvort lið fari áfram. Ísland þarf þá að vinna að minnsta kosti tveggja (helst þriggja) marka sigur á Króatíu á þriðjudag til að komast áfram.

Ef að Argentínu vinnur Nígeríu verða Ísland og Argentína jöfn með fjögur stig. Þá mun baráttan um annað sætið líka ráðast af markatölu. Eins og sakir standa nú er Ísland með eitt mark „í forskot“ á Argentínu.

Ef að bæði stigafjöldi og markahlutafall liða er jöfn mun fjöldi skoraðra marka ráða úrslitum. Ef enn er jafnt mun árangur í innbyrðisviðureign liðanna ráða og því næst svokölluð „Fair Play“ stig þar sem fjöldi gulra og rauðra spjalda hafa úrslitaáhrif.

Semsagt, sigur Íslands á þriðjudag mun halda vonum strákanna okkar á lífi, en margt annað þarf að ganga þeim í hag þar að auki.

Staðan í D-riðli:

1. Króatía 6 stig (Markatala: 5-0)

2. Nígería 3 (2-2)

3. Ísland 1 (1-3)

4. Argentína 1 (1-4)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×