Fótbolti

„Ég er frá Suður-Kóreu en Ísland er mitt land“

Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifar
Íslenska landsliðið á stuðningsmenn út um allan heim.
Íslenska landsliðið á stuðningsmenn út um allan heim. vísir
Vísir var í beinni útsendingu frá Fan Zone í miðborg Volgograd í dag þar sem stemningin var mikil en Arnar Björnson ræddi þar við gesti og gangandi.

Ísland er orðið gríðarlega vinsælt út um allan heim og eru margir stuðningsmenn íslenska landsliðsins mættir sem ekki eru Íslendingar.

Sá fyrsti sem Vísir hitti á röltinu í dag var Suður-Kóreumaður sem er í íslensku treyjunni og á leið á leikinn þar sem okkar menn mæta Nígeríu.

„Ég er mikill aðdáandi íslenska landsliðsins því ég elska Ísland og íslenska menningu,“ sagði hann, en af hverju?

„Ég ferðaðist til Íslands fyrir fimm árum með vinum mínum og þá varð ég yfir mig ástfanginn af Íslandi. Ég er frá Suður-Kóreu en Ísland er mitt land,“ sagði Suður-Kóreumaðurinn eldhress.

Fan Zone röltið má sjá hér en viðtalið sérstaklega hér að neðan.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir

„Ísland hættir aldrei að koma mér á óvart“

Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Noregis, talar mjög vel um íslenska fótboltalandsliðið í viðtali við Independent í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×