Fótbolti

Aron Einar ekki á topp tíu yfir bestu fyrirliðana á HM

Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifar
Ekki einn af tíu bestu. Góðir.
Ekki einn af tíu bestu. Góðir. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er í ellefta sæti af 32 fyrirliðum í úttekt enska blaðsins The Telegraph sem raðar þeim upp frá 1-32.

Íslendingar hefðu vafalítið búist við því að sjá miðjumanninn öfluga ofar á listanum þar sem hann er fyrirliði minnstu þjóðar sem komist hefur á HM en Telegraph-menn eru á annarri skoðun.

 

„Gylfi Sigurðsson er frábær í föstum leikatriðum... er hann ekki fyrirliðinn?“ byrjar alveg sprenghlægileg umsögn um Aron Einar. Blaðamenn The Telegraph hafa eflaust emjað úr hlátri við skrifin.

„Aron Gunnarsson, leikmaður Cardiff, er víst fyrirliði íslenska liðsins og maðurinn sem hefur leitt þessa litlu þjóð á EM 2016 og nú á HM.“

„Allt þetta hefur hann svo gert á milli þess sem hann starfar sem næturvörður við Vegginn í Game of Thrones,“ segir um Aron Einar Gunnarsson.

Svíinn Andreas Granqvist slefar í tíunda sætið og Harry Kane er fyrir ofan hann en hinn 45 ára gamli Essam El Hadary, markvörður Egyptalands, er í efsta sætinu.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×