Fótbolti

Bjór í Volgograd en aðeins í plastglösum

Henry Birgir Gunnarsson í Volgograd skrifar
Þar höfum við það.
Þar höfum við það. vísir/hbg
Margir Íslendingar sem settu stefnuna á HM höfðu um tíma áhyggjur af því að ekki yrði hægt að fá bjór á leikdegi.

Þeir hinir sömu þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur því nóg er til af söngvatninu í Volgograd.

Eina reglan sem er sett er að aðeins má afgreiða bjór í dag, sem og í gær, í plastglösum. Eins og við vitum öll er bjór í plastglasi engin hindrun hjá skemmtanaglöðum Íslendingum.

Nóg er af hressum Íslendingum í borginni en þeir verða flestir á Fan Zone í dag en það er í um hálftíma göngufjarlægð frá vellinum. Sá hálftíma göngutúr er aftur á móti ekki auðveldur í þessum hita og bjór í plastglasi fer því líklega með í göngutúrinn.

Vísir verður í beinni frá upphitun íslensku stuðningsmannanna á eftir.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Króatar munu hvíla lykilmenn gegn Íslandi

Króatía er búið að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit á HM í Rússlandi þrátt fyrir að eiga eftir að leika einn leik í riðlinum, einmitt gegn Íslendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×