Airbus varar Breta við hörðu Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2018 08:59 Þrátt við viðvörunarorð um Brexit telja sérfræðingar ólíklegt að Airbus dragi sig skyndilega frá Bretlandi. Vísir/EPA Flugvélaframleiðandinn Airbus segist þurfa að endurskoða veru sína á Bretlandi ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án þess að fyrir liggi samningur um viðskiptasamband þeirra áður. Airbus framleiðir vængi fyrir allar farþegaflugvélar sínar á Bretlandi. Fyrirtækið segir í yfirlýsingu að gangi Bretar bæði úr innri markaði ESB og tollabandalaginu án samkomulags um framhaldið leiði það til „verulegrar röskunar og truflunar“ á framleiðslu þess á Bretlandi. „Í einföldu máli, sviðsmynd með engum samningi ógnar framtíð Airbus á Bretlandi með beinum hætti,“ segir Tom Williams, framkvæmdastjóri Airbus. Fyrirtækið hafi þegar gripið til aðgerða til að reyna að draga úr áhættu sinni vegna útgöngu Breta úr ESB, að því er segir í frétt Reuters. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum breskra stjórnvalda og fulltrúa Evrópusambandsins um hvernig viðskiptum þeirra verður háttað eftir útgönguna á næsta ári. Fjöldi fyrirtækja hefur kvartað undan því að óvissan geri þeim erfitt að skipuleggja sig fram í tímann. Klofningur hefur verið innan minnihlutastjórnar Íhaldsflokksins um viðræðurnar. Hugmyndir hafa meðal annars komið fram um að framlengja aðlögunartíma eftir viðskilnaðinn á næsta ári til að auka svigrúmið til að ná langtímasamkomulagi. Airbus segir að jafnvel þó að aðlögunartíminn yrði framlengdur til ársloka 2020 væri það of skammur fyrirvari fyrir fyrirtækið að laga starfsemi sína að breyttum aðstæðum. Brexit Tengdar fréttir Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57 Mest lesið Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Airbus segist þurfa að endurskoða veru sína á Bretlandi ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án þess að fyrir liggi samningur um viðskiptasamband þeirra áður. Airbus framleiðir vængi fyrir allar farþegaflugvélar sínar á Bretlandi. Fyrirtækið segir í yfirlýsingu að gangi Bretar bæði úr innri markaði ESB og tollabandalaginu án samkomulags um framhaldið leiði það til „verulegrar röskunar og truflunar“ á framleiðslu þess á Bretlandi. „Í einföldu máli, sviðsmynd með engum samningi ógnar framtíð Airbus á Bretlandi með beinum hætti,“ segir Tom Williams, framkvæmdastjóri Airbus. Fyrirtækið hafi þegar gripið til aðgerða til að reyna að draga úr áhættu sinni vegna útgöngu Breta úr ESB, að því er segir í frétt Reuters. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum breskra stjórnvalda og fulltrúa Evrópusambandsins um hvernig viðskiptum þeirra verður háttað eftir útgönguna á næsta ári. Fjöldi fyrirtækja hefur kvartað undan því að óvissan geri þeim erfitt að skipuleggja sig fram í tímann. Klofningur hefur verið innan minnihlutastjórnar Íhaldsflokksins um viðræðurnar. Hugmyndir hafa meðal annars komið fram um að framlengja aðlögunartíma eftir viðskilnaðinn á næsta ári til að auka svigrúmið til að ná langtímasamkomulagi. Airbus segir að jafnvel þó að aðlögunartíminn yrði framlengdur til ársloka 2020 væri það of skammur fyrirvari fyrir fyrirtækið að laga starfsemi sína að breyttum aðstæðum.
Brexit Tengdar fréttir Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57 Mest lesið Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57