Airbus varar Breta við hörðu Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2018 08:59 Þrátt við viðvörunarorð um Brexit telja sérfræðingar ólíklegt að Airbus dragi sig skyndilega frá Bretlandi. Vísir/EPA Flugvélaframleiðandinn Airbus segist þurfa að endurskoða veru sína á Bretlandi ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án þess að fyrir liggi samningur um viðskiptasamband þeirra áður. Airbus framleiðir vængi fyrir allar farþegaflugvélar sínar á Bretlandi. Fyrirtækið segir í yfirlýsingu að gangi Bretar bæði úr innri markaði ESB og tollabandalaginu án samkomulags um framhaldið leiði það til „verulegrar röskunar og truflunar“ á framleiðslu þess á Bretlandi. „Í einföldu máli, sviðsmynd með engum samningi ógnar framtíð Airbus á Bretlandi með beinum hætti,“ segir Tom Williams, framkvæmdastjóri Airbus. Fyrirtækið hafi þegar gripið til aðgerða til að reyna að draga úr áhættu sinni vegna útgöngu Breta úr ESB, að því er segir í frétt Reuters. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum breskra stjórnvalda og fulltrúa Evrópusambandsins um hvernig viðskiptum þeirra verður háttað eftir útgönguna á næsta ári. Fjöldi fyrirtækja hefur kvartað undan því að óvissan geri þeim erfitt að skipuleggja sig fram í tímann. Klofningur hefur verið innan minnihlutastjórnar Íhaldsflokksins um viðræðurnar. Hugmyndir hafa meðal annars komið fram um að framlengja aðlögunartíma eftir viðskilnaðinn á næsta ári til að auka svigrúmið til að ná langtímasamkomulagi. Airbus segir að jafnvel þó að aðlögunartíminn yrði framlengdur til ársloka 2020 væri það of skammur fyrirvari fyrir fyrirtækið að laga starfsemi sína að breyttum aðstæðum. Brexit Tengdar fréttir Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Airbus segist þurfa að endurskoða veru sína á Bretlandi ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án þess að fyrir liggi samningur um viðskiptasamband þeirra áður. Airbus framleiðir vængi fyrir allar farþegaflugvélar sínar á Bretlandi. Fyrirtækið segir í yfirlýsingu að gangi Bretar bæði úr innri markaði ESB og tollabandalaginu án samkomulags um framhaldið leiði það til „verulegrar röskunar og truflunar“ á framleiðslu þess á Bretlandi. „Í einföldu máli, sviðsmynd með engum samningi ógnar framtíð Airbus á Bretlandi með beinum hætti,“ segir Tom Williams, framkvæmdastjóri Airbus. Fyrirtækið hafi þegar gripið til aðgerða til að reyna að draga úr áhættu sinni vegna útgöngu Breta úr ESB, að því er segir í frétt Reuters. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum breskra stjórnvalda og fulltrúa Evrópusambandsins um hvernig viðskiptum þeirra verður háttað eftir útgönguna á næsta ári. Fjöldi fyrirtækja hefur kvartað undan því að óvissan geri þeim erfitt að skipuleggja sig fram í tímann. Klofningur hefur verið innan minnihlutastjórnar Íhaldsflokksins um viðræðurnar. Hugmyndir hafa meðal annars komið fram um að framlengja aðlögunartíma eftir viðskilnaðinn á næsta ári til að auka svigrúmið til að ná langtímasamkomulagi. Airbus segir að jafnvel þó að aðlögunartíminn yrði framlengdur til ársloka 2020 væri það of skammur fyrirvari fyrir fyrirtækið að laga starfsemi sína að breyttum aðstæðum.
Brexit Tengdar fréttir Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ólga vegna atkvæðagreiðslu um að þingmenn fái lokaorðið um Brexit-samning Tillaga um að breskir þingmenn fái lokaorðið um samning við ESB um útgönguna veldur ólgu innan Íhaldsflokksins. 12. júní 2018 10:57