Nígeríumenn „frusu“ úr kulda 1981 en „kafna“ Íslendingar úr hita 2018? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2018 12:30 Frétt um leikinn í Þjóðviljanum. Mynd/Þjóðviljinn 25. ágúst 1981 Karlalandslið Íslands og Nígeríu í fótbolta mætast í dag í annað sinn í sögunni og nú í flugnaborginni Volgograd. Það er hætt við því að aldrei hafi verið eins mikill munur á aðstæðum í tveimur landsleikjum þjóða og í þessum tveimur leikjum Íslands og Nígeríu á fótboltavellinum. Ísland vann 3-0 sigur á Nígeríu á Laugardalsvellinum en stærsta frétt leiksins voru aðstæðurnar sem leikmenn þurftu að glíma við. Það hefur verið eitthvað skrifað um þennan leik frá 1981 í aðdraganda leiksins í dag og þar á meðal á bloggsíðunni Grenndargralið. Flugurnar herja á mannskapinn í Volgograd en það var ekki fluga sjáanleg á Laugardalsvellinum 22. ágúst 1981. Hafi Nígeríumenn „frosið“ úr kulda í þessum leik fyrir að verða 37 árum síðan þá er hætt við því að íslensku strákarnir geti hreinlega „kafnað“ úr hita í Volgograd í dag. „Aðstæður voru afar slæmar þegar dómarinn flautaði til leiks laugardaginn 22. ágúst. Kom þar tvennt til. Í fyrsta lagi setti veðrið strik í reikninginn. Kuldi, rigning og ekki fluga á ferð, slíkt var hvassviðrið. Elstu menn í bransanum í Laugardalnum sögðu veðrið hið versta í sögu knattspyrnuiðkunar á Laugardalsvelli eins og því var háttað hálftíma fyrir leik,“ segir í upprifjuninni á Grenndargralinu. Í pistlinum kemur einnig fram að Nígeríumenn hafi mætt seint á völlinn þar sem þeir hafi ekki þorað útaf hótelinu sínu vegna veðursofsans í Reykjavík þennan ágústdag. Nígeríumenn þoldu líka mjög illa kuldann. Venjulegur sumardagur á Íslandi hefði líka verið kaldur dagur í þeirra augum og hvað þá þegar veðurastæður voru svona slæmar. Vissulega hafði veðrið áhrif á leik beggja liða en án nokkurs vafa kom það meira niður á gestunum. „Það er ekki hægt að leika knattspyrnu í slíku veðri. Íslensku leikmennirnir kunnu betur að notfæra sér aðstæður og það réði úrslitum“ sagði þjálfari Nígeríumanna eftir leikinn. „Rétt eins og 22. ágúst gæti veðrið orðið örlagavaldur 22. júní. Spáð er allt að 35 stiga hita með tilheyrandi flugnageri. Ólíklegt er að Íslendingar hafi nokkurn tímann leikið knattspyrnu í slíku veðri, segir líka í pistlinum á Grenndargralinu. Það má finna allan pistilinn um leikinn með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira
Karlalandslið Íslands og Nígeríu í fótbolta mætast í dag í annað sinn í sögunni og nú í flugnaborginni Volgograd. Það er hætt við því að aldrei hafi verið eins mikill munur á aðstæðum í tveimur landsleikjum þjóða og í þessum tveimur leikjum Íslands og Nígeríu á fótboltavellinum. Ísland vann 3-0 sigur á Nígeríu á Laugardalsvellinum en stærsta frétt leiksins voru aðstæðurnar sem leikmenn þurftu að glíma við. Það hefur verið eitthvað skrifað um þennan leik frá 1981 í aðdraganda leiksins í dag og þar á meðal á bloggsíðunni Grenndargralið. Flugurnar herja á mannskapinn í Volgograd en það var ekki fluga sjáanleg á Laugardalsvellinum 22. ágúst 1981. Hafi Nígeríumenn „frosið“ úr kulda í þessum leik fyrir að verða 37 árum síðan þá er hætt við því að íslensku strákarnir geti hreinlega „kafnað“ úr hita í Volgograd í dag. „Aðstæður voru afar slæmar þegar dómarinn flautaði til leiks laugardaginn 22. ágúst. Kom þar tvennt til. Í fyrsta lagi setti veðrið strik í reikninginn. Kuldi, rigning og ekki fluga á ferð, slíkt var hvassviðrið. Elstu menn í bransanum í Laugardalnum sögðu veðrið hið versta í sögu knattspyrnuiðkunar á Laugardalsvelli eins og því var háttað hálftíma fyrir leik,“ segir í upprifjuninni á Grenndargralinu. Í pistlinum kemur einnig fram að Nígeríumenn hafi mætt seint á völlinn þar sem þeir hafi ekki þorað útaf hótelinu sínu vegna veðursofsans í Reykjavík þennan ágústdag. Nígeríumenn þoldu líka mjög illa kuldann. Venjulegur sumardagur á Íslandi hefði líka verið kaldur dagur í þeirra augum og hvað þá þegar veðurastæður voru svona slæmar. Vissulega hafði veðrið áhrif á leik beggja liða en án nokkurs vafa kom það meira niður á gestunum. „Það er ekki hægt að leika knattspyrnu í slíku veðri. Íslensku leikmennirnir kunnu betur að notfæra sér aðstæður og það réði úrslitum“ sagði þjálfari Nígeríumanna eftir leikinn. „Rétt eins og 22. ágúst gæti veðrið orðið örlagavaldur 22. júní. Spáð er allt að 35 stiga hita með tilheyrandi flugnageri. Ólíklegt er að Íslendingar hafi nokkurn tímann leikið knattspyrnu í slíku veðri, segir líka í pistlinum á Grenndargralinu. Það má finna allan pistilinn um leikinn með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira