Fótbolti

Heimsóttu Móðurjörðina í morgunsárið

Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifar
Starfsfólk knattspyrnusambandsins tók daginn snemma og skoðaði þennan magnaða stað.
Starfsfólk knattspyrnusambandsins tók daginn snemma og skoðaði þennan magnaða stað. vísir/tom
Starfsfólk Knattspyrnusambands Íslands tók daginn snemma í Volgograd og fór að skoða styttuna mögnuðu Móðurjörðin kallar sem er steinsnar frá Volgograd Arena þar sem að strákarnir okkar mæta Nígeríu í dag.

Nokkrir starfsmenn hafa bæst við hópinn og aðrir fengu maka sína út til Volgograd en skipst er á að fara til Rússlands. Það þurfa alltaf einhverjir að standa vaktina heima.

Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, kom aðeins á eftir hópnum með eiginmanni sínum sem lenti í nótt. Þau fóru aðeins að skoða völlin og voru eldhress þegar að blaðamenn Vísis hittu þau við neðstu tröppu.

Tröppurnar upp að styttunni eru 200 til minnis um dagana 200 sem að barist var í borginni í seinni heimsstyrjöldinni.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.

Móðurjörðin kallar er mögnuð.vísir/tom
vísir/tom

Tengdar fréttir

Króatar munu hvíla lykilmenn gegn Íslandi

Króatía er búið að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit á HM í Rússlandi þrátt fyrir að eiga eftir að leika einn leik í riðlinum, einmitt gegn Íslendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×