Erlent

Nígerískir fjölmiðlar vissir um að hitinn hjálpi Ofurörnunum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin er úr leik Nígeríu og Króatíu en Nígeríumenn mæta strákunum okkar í Volgograd klukkan 15 í dag.
Myndin er úr leik Nígeríu og Króatíu en Nígeríumenn mæta strákunum okkar í Volgograd klukkan 15 í dag. vísir/getty
Það er spáð glampandi sól og 31 stiga hita í Volgograd í dag þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir því nígeríska á HM í Rússlandi.

Veðrið gerir því mönnum aðeins erfiðara um vik að spila knattspyrnu og kannski sérstaklega íslensku strákunum þar sem þeir eru síður vanir því að spila í svo miklum hita og sól. Við erum, jú, frá Íslandi.

Nígerískir fjölmiðlar eru meðvitaðir um þetta og virðast vissir um að þessi mikli hiti í Volgograd muni hjálpa þeirra mönnum.

„Ef eitthvað er að marka veðurspána þá gæti verið á brattann sækja fyrir Ísland í þessum erfiðu veðuraðstæðum,“ segir á vefnum Guardian.ng.

Tekið er í sama streng á vefnum Premiumtimes.ng:

„Veðurspáin gefur til kynna að hitinn gæti verið á milli 32 og 35 stig sem er eitthvað sem ætti að hjálpa Ofurörnunum,“ en Ofurernir, eða Super Eagles, er gælunafn nígeríska landsliðsins.


Tengdar fréttir

Meiðsli breyta ekki áætlunum sem gerðar voru fyrir leikinn

Íslenska landsliðið mætir Nígeríu í Volgograd á heimsmeistaramótinu síðdegis í dag. Nígeríumenn eru án stiga eftir fyrsta leikinn en þeir eru vongóðir um að fá fyrstu stigin. Það er ljóst að Jóhann Berg verður ekki með í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×