Cesc Fabregas hrósar íslenska liðinu fyrir að hafa fundið leiðina til að stoppa Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2018 10:30 Cesc Fabregas og Lionel Messi. Þeir þekkjast vel. Vísir/Getty Cesc Fabregas er pistlahöfundur hjá BBC á HM í Rússlandi og í nýjasta pistli sínum þá fjallar hann um vin sinn og fyrrum liðsfélaga Lionel Messi. Messi og félagar í Argentínu eru bara með eitt mark skorað og eitt stig í húsi eftir tvo fyrstu leiki sína á HM. Cesc Fabregas fjallar um Lionel Messi og Argentínu eftir 3-0 tapið á móti Króatíu í gær en spænski miðjumaðurinn eyddi engu að síður hluta af pistli sínum í það að hrósa íslenska landsliðinu fyrir það sem strákarnir okkar gerðu í Argentínuleiknum. „Ísland setti ekki einn leikmann á Lionel Messi þegar liðið mætti Argentinu en liðið var með svo marga leikmenn aftarlega á vellinum að Messi hafði ekkert pláss til að vinna með,“ skrifaði Cesc Fabregas. „Það er ekki oft sem maður sér lið stoppa Messi og ég vil því hrósa íslenska liðinu fyrir að gera það svona vel. Ég sá að Leo datt aftur á völlinn þegar leið á til að reyna að búa eitthvað til,“ skrifar Fabregas. „Þegar hann er kominn svona aftarlega á völlinn þá fær hann ekki lengur boltann á hættulegum stöðum og ef ég væri hann þá væri ég þá orðinn prekar pirraður,“ skrifar Cesc. „Þú vilt sjá Messi framar á vellinum svo að hann fái boltann á síðasta þriðjungnum og komi einhverju í gang. En um leið og honum finnst hann ekki vera að fá nægjanlega þjónustu þá dettur hann aftar og aftar á völlinn. Það er ekki góð þróun fyrir argentínska landsliðið,“ skrifaði Cesc Fabregas. „Það var svipaða sögu að segja af Messi í Króatíuleiknum en þetta var ekki bara honum að kenna. Eins og ég sagði í sjónvarpinu þá lítur út fyrir að argentínska liðið sé brotið. Þetta hefur því verið mjög erfitt fyrir Messi. Hann hefur ekki nægilega mikil gæði með sér og engan til að hjálpa honum almennilega að koma spili í gang,“ skrifaði Cesc Fabregas. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Cesc Fabregas er pistlahöfundur hjá BBC á HM í Rússlandi og í nýjasta pistli sínum þá fjallar hann um vin sinn og fyrrum liðsfélaga Lionel Messi. Messi og félagar í Argentínu eru bara með eitt mark skorað og eitt stig í húsi eftir tvo fyrstu leiki sína á HM. Cesc Fabregas fjallar um Lionel Messi og Argentínu eftir 3-0 tapið á móti Króatíu í gær en spænski miðjumaðurinn eyddi engu að síður hluta af pistli sínum í það að hrósa íslenska landsliðinu fyrir það sem strákarnir okkar gerðu í Argentínuleiknum. „Ísland setti ekki einn leikmann á Lionel Messi þegar liðið mætti Argentinu en liðið var með svo marga leikmenn aftarlega á vellinum að Messi hafði ekkert pláss til að vinna með,“ skrifaði Cesc Fabregas. „Það er ekki oft sem maður sér lið stoppa Messi og ég vil því hrósa íslenska liðinu fyrir að gera það svona vel. Ég sá að Leo datt aftur á völlinn þegar leið á til að reyna að búa eitthvað til,“ skrifar Fabregas. „Þegar hann er kominn svona aftarlega á völlinn þá fær hann ekki lengur boltann á hættulegum stöðum og ef ég væri hann þá væri ég þá orðinn prekar pirraður,“ skrifar Cesc. „Þú vilt sjá Messi framar á vellinum svo að hann fái boltann á síðasta þriðjungnum og komi einhverju í gang. En um leið og honum finnst hann ekki vera að fá nægjanlega þjónustu þá dettur hann aftar og aftar á völlinn. Það er ekki góð þróun fyrir argentínska landsliðið,“ skrifaði Cesc Fabregas. „Það var svipaða sögu að segja af Messi í Króatíuleiknum en þetta var ekki bara honum að kenna. Eins og ég sagði í sjónvarpinu þá lítur út fyrir að argentínska liðið sé brotið. Þetta hefur því verið mjög erfitt fyrir Messi. Hann hefur ekki nægilega mikil gæði með sér og engan til að hjálpa honum almennilega að koma spili í gang,“ skrifaði Cesc Fabregas.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira