Cesc Fabregas hrósar íslenska liðinu fyrir að hafa fundið leiðina til að stoppa Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2018 10:30 Cesc Fabregas og Lionel Messi. Þeir þekkjast vel. Vísir/Getty Cesc Fabregas er pistlahöfundur hjá BBC á HM í Rússlandi og í nýjasta pistli sínum þá fjallar hann um vin sinn og fyrrum liðsfélaga Lionel Messi. Messi og félagar í Argentínu eru bara með eitt mark skorað og eitt stig í húsi eftir tvo fyrstu leiki sína á HM. Cesc Fabregas fjallar um Lionel Messi og Argentínu eftir 3-0 tapið á móti Króatíu í gær en spænski miðjumaðurinn eyddi engu að síður hluta af pistli sínum í það að hrósa íslenska landsliðinu fyrir það sem strákarnir okkar gerðu í Argentínuleiknum. „Ísland setti ekki einn leikmann á Lionel Messi þegar liðið mætti Argentinu en liðið var með svo marga leikmenn aftarlega á vellinum að Messi hafði ekkert pláss til að vinna með,“ skrifaði Cesc Fabregas. „Það er ekki oft sem maður sér lið stoppa Messi og ég vil því hrósa íslenska liðinu fyrir að gera það svona vel. Ég sá að Leo datt aftur á völlinn þegar leið á til að reyna að búa eitthvað til,“ skrifar Fabregas. „Þegar hann er kominn svona aftarlega á völlinn þá fær hann ekki lengur boltann á hættulegum stöðum og ef ég væri hann þá væri ég þá orðinn prekar pirraður,“ skrifar Cesc. „Þú vilt sjá Messi framar á vellinum svo að hann fái boltann á síðasta þriðjungnum og komi einhverju í gang. En um leið og honum finnst hann ekki vera að fá nægjanlega þjónustu þá dettur hann aftar og aftar á völlinn. Það er ekki góð þróun fyrir argentínska landsliðið,“ skrifaði Cesc Fabregas. „Það var svipaða sögu að segja af Messi í Króatíuleiknum en þetta var ekki bara honum að kenna. Eins og ég sagði í sjónvarpinu þá lítur út fyrir að argentínska liðið sé brotið. Þetta hefur því verið mjög erfitt fyrir Messi. Hann hefur ekki nægilega mikil gæði með sér og engan til að hjálpa honum almennilega að koma spili í gang,“ skrifaði Cesc Fabregas. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Sjá meira
Cesc Fabregas er pistlahöfundur hjá BBC á HM í Rússlandi og í nýjasta pistli sínum þá fjallar hann um vin sinn og fyrrum liðsfélaga Lionel Messi. Messi og félagar í Argentínu eru bara með eitt mark skorað og eitt stig í húsi eftir tvo fyrstu leiki sína á HM. Cesc Fabregas fjallar um Lionel Messi og Argentínu eftir 3-0 tapið á móti Króatíu í gær en spænski miðjumaðurinn eyddi engu að síður hluta af pistli sínum í það að hrósa íslenska landsliðinu fyrir það sem strákarnir okkar gerðu í Argentínuleiknum. „Ísland setti ekki einn leikmann á Lionel Messi þegar liðið mætti Argentinu en liðið var með svo marga leikmenn aftarlega á vellinum að Messi hafði ekkert pláss til að vinna með,“ skrifaði Cesc Fabregas. „Það er ekki oft sem maður sér lið stoppa Messi og ég vil því hrósa íslenska liðinu fyrir að gera það svona vel. Ég sá að Leo datt aftur á völlinn þegar leið á til að reyna að búa eitthvað til,“ skrifar Fabregas. „Þegar hann er kominn svona aftarlega á völlinn þá fær hann ekki lengur boltann á hættulegum stöðum og ef ég væri hann þá væri ég þá orðinn prekar pirraður,“ skrifar Cesc. „Þú vilt sjá Messi framar á vellinum svo að hann fái boltann á síðasta þriðjungnum og komi einhverju í gang. En um leið og honum finnst hann ekki vera að fá nægjanlega þjónustu þá dettur hann aftar og aftar á völlinn. Það er ekki góð þróun fyrir argentínska landsliðið,“ skrifaði Cesc Fabregas. „Það var svipaða sögu að segja af Messi í Króatíuleiknum en þetta var ekki bara honum að kenna. Eins og ég sagði í sjónvarpinu þá lítur út fyrir að argentínska liðið sé brotið. Þetta hefur því verið mjög erfitt fyrir Messi. Hann hefur ekki nægilega mikil gæði með sér og engan til að hjálpa honum almennilega að koma spili í gang,“ skrifaði Cesc Fabregas.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Sjá meira