Nám sem opnar dyr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 22. júní 2018 07:00 Þau ánægjulegu tíðindi bárust í vikunni að aðsókn í verk- og starfsnám jókst um þriðjung. Í haust munu 16% þeirra sem luku grunnskólanámi nú í vor hefja verk- og starfsnám í stað 12% árið áður. Það verða því 653 nemendur sem sækja sér nám á þessum sviðum næsta skólaár. Þetta er ánægjulegt vegna þess að slíkt nám opnar margar dyr fyrir þá einstaklinga sem það sækja auk þess sem það verður verðmætt fyrir samfélagið að nýta krafta þessa unga fólks á næstu áratugum enda er eftirspurnin mikil. Samtök iðnaðarins hafa sett það markmið að fjölga fagmenntuðu fólki þannig að 20% grunnskólanema velji starfsmenntun árið 2025 og 30% árið 2030. Samtök iðnaðarins taka virkan þátt í því að auka skilning, áhuga og virðingu nemenda og foreldra á starfsnámi. Þannig er unnið markvisst að því að fjölga þeim sem velja starfsmenntun að loknum grunnskóla og þeim möguleikum sem námið býður upp á. Lögð er áhersla á virkt samstarf atvinnulífs og skóla þar sem nemendur fá tækifæri til að kynnast fjölbreyttum störfum.Samhent átak þarf Þau fjölmörgu störf sem bíða nemendanna að námi loknu henta konum ekki síður en körlum. Samtök iðnaðarins hafa ásamt fleirum hvatt konur til að sækja sér verk- og starfsmenntun. Það hefur oftar en ekki jákvæð áhrif á vinnustaði að þar starfi fólk af báðum kynjum. Menntakerfið gegnir því mikilvæga hlutverki að undirbúa komandi kynslóðir undir störf í samfélagi framtíðarinnar. Það er enn nokkuð í land að ná því að 20% nemenda velji sér starfsmenntun og betur má ef duga skal. Það þarf samhent átak stjórnvalda og atvinnulífs til að hvetja nemendur enn frekar til að líta til verk- og starfsnáms. Samtök iðnaðarins fagna þessum 653 nemum og hlökkum við til að vinna með þeim að krefjandi lausnum til uppbyggingar á íslensku atvinnulífi og verðmætasköpunar í samfélaginu. Framtíðin er þeirra.Höfundur er formaður Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Þau ánægjulegu tíðindi bárust í vikunni að aðsókn í verk- og starfsnám jókst um þriðjung. Í haust munu 16% þeirra sem luku grunnskólanámi nú í vor hefja verk- og starfsnám í stað 12% árið áður. Það verða því 653 nemendur sem sækja sér nám á þessum sviðum næsta skólaár. Þetta er ánægjulegt vegna þess að slíkt nám opnar margar dyr fyrir þá einstaklinga sem það sækja auk þess sem það verður verðmætt fyrir samfélagið að nýta krafta þessa unga fólks á næstu áratugum enda er eftirspurnin mikil. Samtök iðnaðarins hafa sett það markmið að fjölga fagmenntuðu fólki þannig að 20% grunnskólanema velji starfsmenntun árið 2025 og 30% árið 2030. Samtök iðnaðarins taka virkan þátt í því að auka skilning, áhuga og virðingu nemenda og foreldra á starfsnámi. Þannig er unnið markvisst að því að fjölga þeim sem velja starfsmenntun að loknum grunnskóla og þeim möguleikum sem námið býður upp á. Lögð er áhersla á virkt samstarf atvinnulífs og skóla þar sem nemendur fá tækifæri til að kynnast fjölbreyttum störfum.Samhent átak þarf Þau fjölmörgu störf sem bíða nemendanna að námi loknu henta konum ekki síður en körlum. Samtök iðnaðarins hafa ásamt fleirum hvatt konur til að sækja sér verk- og starfsmenntun. Það hefur oftar en ekki jákvæð áhrif á vinnustaði að þar starfi fólk af báðum kynjum. Menntakerfið gegnir því mikilvæga hlutverki að undirbúa komandi kynslóðir undir störf í samfélagi framtíðarinnar. Það er enn nokkuð í land að ná því að 20% nemenda velji sér starfsmenntun og betur má ef duga skal. Það þarf samhent átak stjórnvalda og atvinnulífs til að hvetja nemendur enn frekar til að líta til verk- og starfsnáms. Samtök iðnaðarins fagna þessum 653 nemum og hlökkum við til að vinna með þeim að krefjandi lausnum til uppbyggingar á íslensku atvinnulífi og verðmætasköpunar í samfélaginu. Framtíðin er þeirra.Höfundur er formaður Samtaka iðnaðarins
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun