Nám sem opnar dyr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 22. júní 2018 07:00 Þau ánægjulegu tíðindi bárust í vikunni að aðsókn í verk- og starfsnám jókst um þriðjung. Í haust munu 16% þeirra sem luku grunnskólanámi nú í vor hefja verk- og starfsnám í stað 12% árið áður. Það verða því 653 nemendur sem sækja sér nám á þessum sviðum næsta skólaár. Þetta er ánægjulegt vegna þess að slíkt nám opnar margar dyr fyrir þá einstaklinga sem það sækja auk þess sem það verður verðmætt fyrir samfélagið að nýta krafta þessa unga fólks á næstu áratugum enda er eftirspurnin mikil. Samtök iðnaðarins hafa sett það markmið að fjölga fagmenntuðu fólki þannig að 20% grunnskólanema velji starfsmenntun árið 2025 og 30% árið 2030. Samtök iðnaðarins taka virkan þátt í því að auka skilning, áhuga og virðingu nemenda og foreldra á starfsnámi. Þannig er unnið markvisst að því að fjölga þeim sem velja starfsmenntun að loknum grunnskóla og þeim möguleikum sem námið býður upp á. Lögð er áhersla á virkt samstarf atvinnulífs og skóla þar sem nemendur fá tækifæri til að kynnast fjölbreyttum störfum.Samhent átak þarf Þau fjölmörgu störf sem bíða nemendanna að námi loknu henta konum ekki síður en körlum. Samtök iðnaðarins hafa ásamt fleirum hvatt konur til að sækja sér verk- og starfsmenntun. Það hefur oftar en ekki jákvæð áhrif á vinnustaði að þar starfi fólk af báðum kynjum. Menntakerfið gegnir því mikilvæga hlutverki að undirbúa komandi kynslóðir undir störf í samfélagi framtíðarinnar. Það er enn nokkuð í land að ná því að 20% nemenda velji sér starfsmenntun og betur má ef duga skal. Það þarf samhent átak stjórnvalda og atvinnulífs til að hvetja nemendur enn frekar til að líta til verk- og starfsnáms. Samtök iðnaðarins fagna þessum 653 nemum og hlökkum við til að vinna með þeim að krefjandi lausnum til uppbyggingar á íslensku atvinnulífi og verðmætasköpunar í samfélaginu. Framtíðin er þeirra.Höfundur er formaður Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þau ánægjulegu tíðindi bárust í vikunni að aðsókn í verk- og starfsnám jókst um þriðjung. Í haust munu 16% þeirra sem luku grunnskólanámi nú í vor hefja verk- og starfsnám í stað 12% árið áður. Það verða því 653 nemendur sem sækja sér nám á þessum sviðum næsta skólaár. Þetta er ánægjulegt vegna þess að slíkt nám opnar margar dyr fyrir þá einstaklinga sem það sækja auk þess sem það verður verðmætt fyrir samfélagið að nýta krafta þessa unga fólks á næstu áratugum enda er eftirspurnin mikil. Samtök iðnaðarins hafa sett það markmið að fjölga fagmenntuðu fólki þannig að 20% grunnskólanema velji starfsmenntun árið 2025 og 30% árið 2030. Samtök iðnaðarins taka virkan þátt í því að auka skilning, áhuga og virðingu nemenda og foreldra á starfsnámi. Þannig er unnið markvisst að því að fjölga þeim sem velja starfsmenntun að loknum grunnskóla og þeim möguleikum sem námið býður upp á. Lögð er áhersla á virkt samstarf atvinnulífs og skóla þar sem nemendur fá tækifæri til að kynnast fjölbreyttum störfum.Samhent átak þarf Þau fjölmörgu störf sem bíða nemendanna að námi loknu henta konum ekki síður en körlum. Samtök iðnaðarins hafa ásamt fleirum hvatt konur til að sækja sér verk- og starfsmenntun. Það hefur oftar en ekki jákvæð áhrif á vinnustaði að þar starfi fólk af báðum kynjum. Menntakerfið gegnir því mikilvæga hlutverki að undirbúa komandi kynslóðir undir störf í samfélagi framtíðarinnar. Það er enn nokkuð í land að ná því að 20% nemenda velji sér starfsmenntun og betur má ef duga skal. Það þarf samhent átak stjórnvalda og atvinnulífs til að hvetja nemendur enn frekar til að líta til verk- og starfsnáms. Samtök iðnaðarins fagna þessum 653 nemum og hlökkum við til að vinna með þeim að krefjandi lausnum til uppbyggingar á íslensku atvinnulífi og verðmætasköpunar í samfélaginu. Framtíðin er þeirra.Höfundur er formaður Samtaka iðnaðarins
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar