Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna TG skrifar 22. júní 2018 06:00 Ung kona situr með syni sínum Jaydan hjá kaþólskum góðgerðarsamtökum í gær eftir að hafa farið yfir landmærin frá Mexíkó. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði á miðvikudag forsetatilskipun sem kveður á um að hætt verði að skilja börn ólöglegra innflytjenda frá fjölskyldum sínum. Tilskipunin tók strax gildi. Þetta þýðir að börnin verða því með foreldrum sínum þegar þeir eru sóttir til saka. Nú þegar hafa yfir 2.300 börn verið aðskilin frá foreldrum sínum og hefur stór hluti þeirra þurft að dúsa í búrum. Við undirritunina sagði Trump að þó svo að fjölskyldur yrðu ekki lengur aðskildar myndu stjórnvöld ekkert draga úr hörku gagnvart ólöglegum innflytjendum. „Við verðum að vera með öflug, mjög öflug landamæri, en við verðum að halda fjölskyldum saman,“ sagði Trump. Tilskipun Trumps nær hins vegar ekki til þeirra barna sem þegar hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum og því er alls óljóst hvað verður um þau. Trump er mikið gagnrýndur vestanhafs fyrir að vera ekki með skýrar aðgerðir til þess að hjálpa þeim börnum. Sjálfur er forsetinn áfram í ham og sakar hann Demókrata um að vilja að hælisleitendur fái betri þjónustu heldur en Bandaríkjamenn.Sjá einnig: Fataval Melaniu vekur furðu Í gær flaug Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, óvænt til Texas til að skoða sjálf ástandið við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Haft er eftir forsetafrúnni að hún hafi viljað sjá þetta með eigin augum. Hún þakkaði öllu starfsfólkinu fyrir vel unnin störf. Framganga Donalds Trump í þessu máli er býsna óhefðbundin. Um leið og málið komst upp á yfirborðið voru fyrstu viðbrögð Trumps að hann gæti ekkert gert í þessu, sem skýtur skökku við núna. Í kjölfarið stóðu öll spjót á Trump sem á endanum ákvað að gefa eftir. Hann lét félaga sína í Repúblikanaflokknum ekki vita að hann ætlaði að gefa tilskipunina út, talsmenn hans og stuðningsmenn voru þá búnir að vera úti um allt við að verja aðgerðirnar. Margir telja að Trump sé að nota þetta mál til þess að knýja á um að reistur verði veggur við landamærin. Hann verður að hafa hraðar hendur í því máli, því kosið verður til þings í nóvember. Alls óvíst er hvort Repúblikanar muni halda meirihluta í þinginu að þeim loknum miðað við skoðanakannanir vestanhafs. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Ljósmyndarinn segir söguna á bak við myndina á forsíðu Time Bandaríska tímaritið Times hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. 21. júní 2018 13:04 Fataval Melaniu vekur furðu Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna klæddist jakka með áletruninni "I really don't care, do u?” í dag þegar hún ferðaðist til McAllen í Texas. 21. júní 2018 19:53 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði á miðvikudag forsetatilskipun sem kveður á um að hætt verði að skilja börn ólöglegra innflytjenda frá fjölskyldum sínum. Tilskipunin tók strax gildi. Þetta þýðir að börnin verða því með foreldrum sínum þegar þeir eru sóttir til saka. Nú þegar hafa yfir 2.300 börn verið aðskilin frá foreldrum sínum og hefur stór hluti þeirra þurft að dúsa í búrum. Við undirritunina sagði Trump að þó svo að fjölskyldur yrðu ekki lengur aðskildar myndu stjórnvöld ekkert draga úr hörku gagnvart ólöglegum innflytjendum. „Við verðum að vera með öflug, mjög öflug landamæri, en við verðum að halda fjölskyldum saman,“ sagði Trump. Tilskipun Trumps nær hins vegar ekki til þeirra barna sem þegar hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum og því er alls óljóst hvað verður um þau. Trump er mikið gagnrýndur vestanhafs fyrir að vera ekki með skýrar aðgerðir til þess að hjálpa þeim börnum. Sjálfur er forsetinn áfram í ham og sakar hann Demókrata um að vilja að hælisleitendur fái betri þjónustu heldur en Bandaríkjamenn.Sjá einnig: Fataval Melaniu vekur furðu Í gær flaug Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, óvænt til Texas til að skoða sjálf ástandið við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Haft er eftir forsetafrúnni að hún hafi viljað sjá þetta með eigin augum. Hún þakkaði öllu starfsfólkinu fyrir vel unnin störf. Framganga Donalds Trump í þessu máli er býsna óhefðbundin. Um leið og málið komst upp á yfirborðið voru fyrstu viðbrögð Trumps að hann gæti ekkert gert í þessu, sem skýtur skökku við núna. Í kjölfarið stóðu öll spjót á Trump sem á endanum ákvað að gefa eftir. Hann lét félaga sína í Repúblikanaflokknum ekki vita að hann ætlaði að gefa tilskipunina út, talsmenn hans og stuðningsmenn voru þá búnir að vera úti um allt við að verja aðgerðirnar. Margir telja að Trump sé að nota þetta mál til þess að knýja á um að reistur verði veggur við landamærin. Hann verður að hafa hraðar hendur í því máli, því kosið verður til þings í nóvember. Alls óvíst er hvort Repúblikanar muni halda meirihluta í þinginu að þeim loknum miðað við skoðanakannanir vestanhafs.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Ljósmyndarinn segir söguna á bak við myndina á forsíðu Time Bandaríska tímaritið Times hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. 21. júní 2018 13:04 Fataval Melaniu vekur furðu Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna klæddist jakka með áletruninni "I really don't care, do u?” í dag þegar hún ferðaðist til McAllen í Texas. 21. júní 2018 19:53 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15
Ljósmyndarinn segir söguna á bak við myndina á forsíðu Time Bandaríska tímaritið Times hefur birt forsíðuna á næsta eintaki blaðsins. 21. júní 2018 13:04
Fataval Melaniu vekur furðu Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna klæddist jakka með áletruninni "I really don't care, do u?” í dag þegar hún ferðaðist til McAllen í Texas. 21. júní 2018 19:53