Erlent

Fataval Melaniu vekur furðu

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Á myndinni má sjá Melaniu fara um borði í flugvélina í dag
Á myndinni má sjá Melaniu fara um borði í flugvélina í dag Vísir/Getty
Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna klæddist jakka með áletruninni „I really don’t caredo u?” í dag þegar hún ferðaðist til McAllen í Texas. Þar heimsótti hún landamærabúðir við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Aðal fréttaritari CNN í Hvíta húsinu, Jim Acosta, hafði orð á þessu á Twitter í dag. Á jakkanum stendur í íslenskri þýðingu „Mér stendur á sama, hvað með þig?” Jakkinn kemur frá tískuversluninni Zara.

Melania var í jakkanum þegar hún fór um borð í flugvél en þegar hún lenti var hún búin að skipta og komin í annan jakka. Talskona Melaniu segir að jakkinn sé ekki leynileg skilaboð um tilefni heimsóknarinnar. Hún sagði jafnframt: „Þetta er jakki. Það eru engin dulin skilaboð. Ég vona að fjölmiðlar ætli ekki að einbeita sér að klæðaburði hennar eftir þessa mikilvægu heimsókn hennar til Texas í dag, “ segir Stephanie Grisham talskona Melaniu Trump.

Hér að neðan má sjá tíst Jim Acosta um jakkann. 


Tengdar fréttir

Óvíst hvað verður um börnin

Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×