Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta æfðu á Volgograd Arena í Volgograd í hádeginu að rússneskum tíma en annað kvöld mæta þeir Nígeríu í öðrum leik liðsins á HM 2018 í Rússlandi.
Jóhann Berg Guðmundsson var ekki með á æfingunni vegna meiðsla og er sama og öruggt að hann verður ekki með á morgun sem er mikil blóðtaka fyrir liðið. Jóhann Berg sat á bolta á æfingunni í dag og fylgdist með.
Okkar menn byrjuðu á styrktaræfingu með Þjóðverjanum Sebastian Boxleitner sem stýrir þeim hluta æfinga íslenska liðsins en þar fengu okkar menn að hoppa í hitanum við ána Volgu sem rennur við völlinn.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var við grasið á vellinum í hádeginu og myndaði strákana okkar. Afraksturinn má sjá hér að neðan.
Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
Hoppað í hitanum við Volgu | Myndasyrpa

Tengdar fréttir

Eitt orð til að lýsa íslenska liðinu: Lið
Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Nígeríu í Volgograd í dag. Þeir voru beðnir um að lýsa liðinu í einu orði og var það frekar einfalt svar.

Fjörutíu þúsund áhorfendur á leik Íslands og Nígeríu á morgun
Reiknað er með rúmlega 40 þúsund áhorfendum á leik Íslands og Nígeríu sem fram fer á Volgograd Arena á morgun. Um 250 fjölmiðlamenn verða á leiknum.

Kveðja frá Rússlandi: Leggjum Nígeríu undir Eskifjarðarvaltarann
Tómas Þór Þórðarson vill fá að sjá svipaðan leik og á móti Tyrklandi í undankeppninni þegar strákarnir mæta Nígeríu.

Heimir hefur ekkert talað við Lars
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur ekkert talað við Lars Lagerback, fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins.