Fótbolti

Landsliðsfyrirliðinn kom ljósmyndara Fréttablaðsins til bjargar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson mætir á fundinn í dag.
Aron Einar Gunnarsson mætir á fundinn í dag. Vísir/Vilhelm
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltlandsliðsins, er heimsþekktur fyrir það að stjórna Víkingaklappinu og stýra íslenska landsliðinu til afreka á stórmótum. Hann vakir hinsvegar yfir öllum Íslendingum í kringum sig eins og kom í ljós í dag.

Þetta sást á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag en landsliðsþjálfarinn og fyrirliðinn voru þá mættir til að ræða komandi leik á móti Nígeríu. Ljósmyndararnir máttu aðeins vera fyrstu mínúturnar á blaðamannafundinum en þurftu svo að yfirgefa salinn.

Ljósmyndararnir höfðu stillt sér upp fyrir framan pallborðið til að ná sem bestu myndum og þar voru íslensku ljósmyndararnir líka.

Þegar stjórnandi blaðamannafundsins bað ljósmyndarana að yfirgefa salinn þá tók Aron Einar strax eftir einu.

Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins, hafði gleymt símanum sínum í stólnum sínum. Aron Einar kom landa sínum til bjargar og benti honum á símann áður. Eyþór kom til baka og tók símann með.

Já Aron Einar okkar er ekki aðeins frábær stjórnandi á velli því hann passar upp á alla, líka gleymna ljósmyndara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×