Nígeríumenn misstu af hundruðum þúsunda með tapinu gegn Króatíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. júní 2018 12:00 Niðurlútir Nígeríumenn eftir leikinn við Króatíu Vísir/getty Nígeríumenn, sem eru næstu andstæðingar Íslands á HM, töpuðu ekki aðeins stigum með því að tapa opnunarleik þeirra við Króata heldur einnig stórum fjárhæðum. Liðið missti af yfir 300 þúsund bandarískum dollurum í bónusgreiðslum með tapinu en leikurinn fór 2-0 fyrir Króata. Talsmaður nígeríska knattspyrnusambandsins staðfesti það við fréttastofuna CNN að sambandið hefði samþykkt 10 þúsund dollara bónusgreiðslur handa hverjum leikmanni fyrir að vinna leikinn. Sögusagnir voru á kreiki í Nígeríu um að ráðherra íþróttamála hefði hækkað bónusgreiðslurnar um fimm þúsund dollara á hvern leikmann fyrir leikinn gegn Íslandi en sá orðrómur er ekki á rökum reistur og voru bónusgreiðslurnar aðeins fyrir fyrsta leikinn. Þá ætlaði styrktaraðilinn Aiteo að greiða liðinu 50 þúsund dollara fyrir sigur gegn Króatíu. Forseti nígeríska þingsins lofaði liðinu 50 þúsund dollara fyrir hvern sigurleik svo þar á liðið enn möguleika á smá pening með sigri gegn Íslandi eða Argentínu, en þó ljóst að tapið í fyrsta leiknum var mjög dýrkeypt. Bónusgreiðslur eru ekki eitthvað sem er nýtt af nálinni í nígeríska liðinu og hafa valdið miklum usla. Í kringum HM 2014 og Álfukeppnina 2013 fóru leikmenn Nígeríu í verkfall því þeir fengu ekki borgaðar út bónusgreiðslur sem þeim hafði verið lofað. Nígeríska ríkisstjórnin þurfti að senda mann með tösku fulla af peningum til Brasilíu árið 2014, kvöldið fyrir leik Nígeríu og Frakklands, svo leikmenn myndu aflýsa verkfalli sínu og spila leikinn. Stjórnvöld í Nígeríu segjast hafa lært sína lexíu og öll peningamál hafi verið á hreinu fyrir mótið í Rússlandi. Ísland og Nígería eigast við í öðrum leik riðlakeppninnar á morgun, föstudag, klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira
Nígeríumenn, sem eru næstu andstæðingar Íslands á HM, töpuðu ekki aðeins stigum með því að tapa opnunarleik þeirra við Króata heldur einnig stórum fjárhæðum. Liðið missti af yfir 300 þúsund bandarískum dollurum í bónusgreiðslum með tapinu en leikurinn fór 2-0 fyrir Króata. Talsmaður nígeríska knattspyrnusambandsins staðfesti það við fréttastofuna CNN að sambandið hefði samþykkt 10 þúsund dollara bónusgreiðslur handa hverjum leikmanni fyrir að vinna leikinn. Sögusagnir voru á kreiki í Nígeríu um að ráðherra íþróttamála hefði hækkað bónusgreiðslurnar um fimm þúsund dollara á hvern leikmann fyrir leikinn gegn Íslandi en sá orðrómur er ekki á rökum reistur og voru bónusgreiðslurnar aðeins fyrir fyrsta leikinn. Þá ætlaði styrktaraðilinn Aiteo að greiða liðinu 50 þúsund dollara fyrir sigur gegn Króatíu. Forseti nígeríska þingsins lofaði liðinu 50 þúsund dollara fyrir hvern sigurleik svo þar á liðið enn möguleika á smá pening með sigri gegn Íslandi eða Argentínu, en þó ljóst að tapið í fyrsta leiknum var mjög dýrkeypt. Bónusgreiðslur eru ekki eitthvað sem er nýtt af nálinni í nígeríska liðinu og hafa valdið miklum usla. Í kringum HM 2014 og Álfukeppnina 2013 fóru leikmenn Nígeríu í verkfall því þeir fengu ekki borgaðar út bónusgreiðslur sem þeim hafði verið lofað. Nígeríska ríkisstjórnin þurfti að senda mann með tösku fulla af peningum til Brasilíu árið 2014, kvöldið fyrir leik Nígeríu og Frakklands, svo leikmenn myndu aflýsa verkfalli sínu og spila leikinn. Stjórnvöld í Nígeríu segjast hafa lært sína lexíu og öll peningamál hafi verið á hreinu fyrir mótið í Rússlandi. Ísland og Nígería eigast við í öðrum leik riðlakeppninnar á morgun, föstudag, klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira