Dagur Hoe dæmdur í 17 ára fangelsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2018 09:39 Dagur Hoe Sigurjónsson við aðalmeðferð málsins. Fréttablaðið Dagur Hoe Sigurjónsson, sem var ákærður fyrir að hafa orðið Albananum Klevis Sula að bana með hnífsstungu á Austurvelli í desember í fyrra, hefur verið fundinn sekur um manndráp og manndrápstilraun. Dagur var dæmdur í 17 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mbl greinir frá.Sjá einnig: Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli Dagur neitaði sök þegar málið var þingfest fyrir héraðsdómi í mars. Þá var hann einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið samlanda Sula, Elio Hasani, þrisvar sinnum sömu nótt, aðfararnótt sunnudagsins 3. desember. Dagur neitaði einnig sök í þeim ákærulið. Þá bar hann fyrir sig minnisleysi við aðalmeðferð málsins nú í júní. Þar sagði hann m.a. að mennirnir tveir hefðu átt frumkvæði að átökum þeirra á milli, verið ógnandi í sinn garð og veitt sér höfuðhögg. Eftir höfuðhöggið sagðist Dagur ekki muna neitt um hvað hefði gerst á Austurvelli umrædda nótt. Saksóknari fór fram á minnst átján ára fangelsisdóm yfir Degi.Sjá einnig: „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Foreldrar Sula kröfðu Dag um rúmlega 20 milljónir króna í miskabætur vegna sonarmissins. Við dómsuppkvaðningu í héraðsdómi í dag var Degi gert að greiða móður Sula rúmar fjórar milljónir króna í miskabætur og föður hans rúmlega þrjár milljónir. Þá ber Degi að greiða Hasani, sem krafðist 3,2 milljóna í miskabætur, 1,5 milljónir, að því er segir í frétt Mbl.Fréttin hefur verið uppfærð. Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25 Grunaður morðingi ber við minnisleysi Aðalmeðferð hófst í gær í máli Dags Hoe Sigurjónssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið albönskum manni að bana á Austurvelli í desember. Einnig grunaður um tilraun til þess að drepa annan mann. 12. júní 2018 06:00 Fer fram á 18 ára dóm fyrir morð og tilraun til manndráps Saksóknari fór í dag fram á minnst átján ára fangelsisdóm yfir Degi Hoe Sigurjónssyni fyrir morð og tilraun til manndráps. 12. júní 2018 18:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Dagur Hoe Sigurjónsson, sem var ákærður fyrir að hafa orðið Albananum Klevis Sula að bana með hnífsstungu á Austurvelli í desember í fyrra, hefur verið fundinn sekur um manndráp og manndrápstilraun. Dagur var dæmdur í 17 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mbl greinir frá.Sjá einnig: Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli Dagur neitaði sök þegar málið var þingfest fyrir héraðsdómi í mars. Þá var hann einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið samlanda Sula, Elio Hasani, þrisvar sinnum sömu nótt, aðfararnótt sunnudagsins 3. desember. Dagur neitaði einnig sök í þeim ákærulið. Þá bar hann fyrir sig minnisleysi við aðalmeðferð málsins nú í júní. Þar sagði hann m.a. að mennirnir tveir hefðu átt frumkvæði að átökum þeirra á milli, verið ógnandi í sinn garð og veitt sér höfuðhögg. Eftir höfuðhöggið sagðist Dagur ekki muna neitt um hvað hefði gerst á Austurvelli umrædda nótt. Saksóknari fór fram á minnst átján ára fangelsisdóm yfir Degi.Sjá einnig: „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Foreldrar Sula kröfðu Dag um rúmlega 20 milljónir króna í miskabætur vegna sonarmissins. Við dómsuppkvaðningu í héraðsdómi í dag var Degi gert að greiða móður Sula rúmar fjórar milljónir króna í miskabætur og föður hans rúmlega þrjár milljónir. Þá ber Degi að greiða Hasani, sem krafðist 3,2 milljóna í miskabætur, 1,5 milljónir, að því er segir í frétt Mbl.Fréttin hefur verið uppfærð.
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25 Grunaður morðingi ber við minnisleysi Aðalmeðferð hófst í gær í máli Dags Hoe Sigurjónssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið albönskum manni að bana á Austurvelli í desember. Einnig grunaður um tilraun til þess að drepa annan mann. 12. júní 2018 06:00 Fer fram á 18 ára dóm fyrir morð og tilraun til manndráps Saksóknari fór í dag fram á minnst átján ára fangelsisdóm yfir Degi Hoe Sigurjónssyni fyrir morð og tilraun til manndráps. 12. júní 2018 18:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25
Grunaður morðingi ber við minnisleysi Aðalmeðferð hófst í gær í máli Dags Hoe Sigurjónssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið albönskum manni að bana á Austurvelli í desember. Einnig grunaður um tilraun til þess að drepa annan mann. 12. júní 2018 06:00
Fer fram á 18 ára dóm fyrir morð og tilraun til manndráps Saksóknari fór í dag fram á minnst átján ára fangelsisdóm yfir Degi Hoe Sigurjónssyni fyrir morð og tilraun til manndráps. 12. júní 2018 18:00