Dagur Hoe dæmdur í 17 ára fangelsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2018 09:39 Dagur Hoe Sigurjónsson við aðalmeðferð málsins. Fréttablaðið Dagur Hoe Sigurjónsson, sem var ákærður fyrir að hafa orðið Albananum Klevis Sula að bana með hnífsstungu á Austurvelli í desember í fyrra, hefur verið fundinn sekur um manndráp og manndrápstilraun. Dagur var dæmdur í 17 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mbl greinir frá.Sjá einnig: Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli Dagur neitaði sök þegar málið var þingfest fyrir héraðsdómi í mars. Þá var hann einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið samlanda Sula, Elio Hasani, þrisvar sinnum sömu nótt, aðfararnótt sunnudagsins 3. desember. Dagur neitaði einnig sök í þeim ákærulið. Þá bar hann fyrir sig minnisleysi við aðalmeðferð málsins nú í júní. Þar sagði hann m.a. að mennirnir tveir hefðu átt frumkvæði að átökum þeirra á milli, verið ógnandi í sinn garð og veitt sér höfuðhögg. Eftir höfuðhöggið sagðist Dagur ekki muna neitt um hvað hefði gerst á Austurvelli umrædda nótt. Saksóknari fór fram á minnst átján ára fangelsisdóm yfir Degi.Sjá einnig: „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Foreldrar Sula kröfðu Dag um rúmlega 20 milljónir króna í miskabætur vegna sonarmissins. Við dómsuppkvaðningu í héraðsdómi í dag var Degi gert að greiða móður Sula rúmar fjórar milljónir króna í miskabætur og föður hans rúmlega þrjár milljónir. Þá ber Degi að greiða Hasani, sem krafðist 3,2 milljóna í miskabætur, 1,5 milljónir, að því er segir í frétt Mbl.Fréttin hefur verið uppfærð. Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25 Grunaður morðingi ber við minnisleysi Aðalmeðferð hófst í gær í máli Dags Hoe Sigurjónssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið albönskum manni að bana á Austurvelli í desember. Einnig grunaður um tilraun til þess að drepa annan mann. 12. júní 2018 06:00 Fer fram á 18 ára dóm fyrir morð og tilraun til manndráps Saksóknari fór í dag fram á minnst átján ára fangelsisdóm yfir Degi Hoe Sigurjónssyni fyrir morð og tilraun til manndráps. 12. júní 2018 18:00 Mest lesið Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira
Dagur Hoe Sigurjónsson, sem var ákærður fyrir að hafa orðið Albananum Klevis Sula að bana með hnífsstungu á Austurvelli í desember í fyrra, hefur verið fundinn sekur um manndráp og manndrápstilraun. Dagur var dæmdur í 17 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mbl greinir frá.Sjá einnig: Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli Dagur neitaði sök þegar málið var þingfest fyrir héraðsdómi í mars. Þá var hann einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið samlanda Sula, Elio Hasani, þrisvar sinnum sömu nótt, aðfararnótt sunnudagsins 3. desember. Dagur neitaði einnig sök í þeim ákærulið. Þá bar hann fyrir sig minnisleysi við aðalmeðferð málsins nú í júní. Þar sagði hann m.a. að mennirnir tveir hefðu átt frumkvæði að átökum þeirra á milli, verið ógnandi í sinn garð og veitt sér höfuðhögg. Eftir höfuðhöggið sagðist Dagur ekki muna neitt um hvað hefði gerst á Austurvelli umrædda nótt. Saksóknari fór fram á minnst átján ára fangelsisdóm yfir Degi.Sjá einnig: „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Foreldrar Sula kröfðu Dag um rúmlega 20 milljónir króna í miskabætur vegna sonarmissins. Við dómsuppkvaðningu í héraðsdómi í dag var Degi gert að greiða móður Sula rúmar fjórar milljónir króna í miskabætur og föður hans rúmlega þrjár milljónir. Þá ber Degi að greiða Hasani, sem krafðist 3,2 milljóna í miskabætur, 1,5 milljónir, að því er segir í frétt Mbl.Fréttin hefur verið uppfærð.
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25 Grunaður morðingi ber við minnisleysi Aðalmeðferð hófst í gær í máli Dags Hoe Sigurjónssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið albönskum manni að bana á Austurvelli í desember. Einnig grunaður um tilraun til þess að drepa annan mann. 12. júní 2018 06:00 Fer fram á 18 ára dóm fyrir morð og tilraun til manndráps Saksóknari fór í dag fram á minnst átján ára fangelsisdóm yfir Degi Hoe Sigurjónssyni fyrir morð og tilraun til manndráps. 12. júní 2018 18:00 Mest lesið Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira
Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25
Grunaður morðingi ber við minnisleysi Aðalmeðferð hófst í gær í máli Dags Hoe Sigurjónssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið albönskum manni að bana á Austurvelli í desember. Einnig grunaður um tilraun til þess að drepa annan mann. 12. júní 2018 06:00
Fer fram á 18 ára dóm fyrir morð og tilraun til manndráps Saksóknari fór í dag fram á minnst átján ára fangelsisdóm yfir Degi Hoe Sigurjónssyni fyrir morð og tilraun til manndráps. 12. júní 2018 18:00