Fótbolti

Sumarmessan: Ronaldo er besti framherji heims

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Er Cristiano Ronaldo bestur í heimi? Þessari spurningu, sem menn hafa rifist yfir í áraraðir, var varpað fram í Dynamo þrasinu í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

„Já, besti framherjinn,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson. „Það er oft talað um besta leikmann í heimi og þá er talað um Ronaldo og Messi samanburðinn en þegar er talað um bara besta sóknarmanninn í heimi þá er Ronaldo barinn saman við menn eins og Robert Lewandowski, Luis Suarez og Harry Kane.“

„Að mínu mati er Ronaldo besti framherjinn í heiminum í dag.“

Jón Þór Hauksson tók undir það með honum. „Ég dáist að Ronaldo, hvernig þróunin á hans ferli hefur verið. Byrjar sem eldfljótur kantmaður með öll trikkin sín en á seinni skipunum á ferlinum nær hann að þróa sig upp á nýtt sem framherji.“

Það var einnig farið yfir næsta leik í riðli okkar Íslendinga, leik Króata og Argentínu, og hvaða treyja sé fallegust í mótinu.

Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×