Búnir að grandskoða Nígeríumennina Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 21. júní 2018 08:15 Helgi Kolviðsson kom inn í landsliðsteymið í kringum EM 2016 þegar hann mætti færandi hendi með ísbað frá Austurríki til Frakklands. Vísir/Vilhelm „Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur,“ segir aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson um leikinn framundan gegn Nígeríu. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði hefur sagt að enn einu sinni sé stærsti leikur Íslandssögunnar undir. En hann er enn mikilvægari fyrir Nígeríu. Tap í þessum leik og möguleikar Nígeríu á að komast upp úr riðlinum eru litlir sem engir. Helgi bendir á að Nígeríumenn hafi fimm sinnum komist í úrslitakeppni HM síðan í frumrauninni í Bandaríkjunum 1994 þegar liðið var eitt af spútnikliðum keppninnar. Þrisvar hefur liðið komist upp úr riðli sínum. „Þeir eru með mjög gott lið og með góða einstaklinga í öllum stöðum. Þeir eru líkamlega sterkir og fljótir.“Hinn 64 ára gamli þýski þjálfari Nígeríu, Gernot Rohr. Hann hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár.Vísir/GettyOrð að sönnu. Nígeríumenn hafa ekki verið á uppleið undanfarin misseri eftir erfiðleika í kringum síðasta HM þar sem leikmenn voru ósáttir við launagreiðslur sínar og fóru um tíma í verkfall. Þessi 195 milljóna þjóð bíður eftir að landslið siitt taki stórt skref á HM og verði fyrsta Afríkuþjóðin til að vinna til verðlauna. „Við erum hér í fyrsta skipti en þeir hafa meiri reynslu. En við erum búnir að grandskoða þá og verðum tilbúnir.“Pascal Atuma, stuðningsmaður Nígeríu, segist 100 prósent viss um íslenskan sigur. Aðspurður hvort hann hafi alltaf rétt fyrir sér segir hann, allavega núna.Vísir/VilhelmHannes Þór Halldórsson átti stórleik gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands, steig ekki feilspor og varði auðvitað vítaspyrnu frá Lionel Messi. „Þetta verður líklega opnari leikur en gegn Argentínu,“ segir Hannes. Öðruvísi á allan hátt en þeir verði tilbúnir. „Þeir spila öðruvísi en Argentína, með öðruvísi leikmenn. Ekki litlir teknískir leikmenn heludr stærri og sterkari leikmenn. En við erum vel stemmdir,“ segir Alfreð sem mun þurfa að eiga við nautsterka varnarmenn Nígeríu. Áður en flautað verður til leiks hjá Íslandi og Nígeríu á föstudag munu úrslitin liggja fyrir í viðureign Argentínu og Króatíu. Króatar svo gott sem tryggja sig áfram með sigri og mikil pressa er á Argentínu eftir jafnteflið gegn Íslandi. Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Fótbolti Fleiri fréttir Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Sjá meira
„Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur,“ segir aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson um leikinn framundan gegn Nígeríu. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði hefur sagt að enn einu sinni sé stærsti leikur Íslandssögunnar undir. En hann er enn mikilvægari fyrir Nígeríu. Tap í þessum leik og möguleikar Nígeríu á að komast upp úr riðlinum eru litlir sem engir. Helgi bendir á að Nígeríumenn hafi fimm sinnum komist í úrslitakeppni HM síðan í frumrauninni í Bandaríkjunum 1994 þegar liðið var eitt af spútnikliðum keppninnar. Þrisvar hefur liðið komist upp úr riðli sínum. „Þeir eru með mjög gott lið og með góða einstaklinga í öllum stöðum. Þeir eru líkamlega sterkir og fljótir.“Hinn 64 ára gamli þýski þjálfari Nígeríu, Gernot Rohr. Hann hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár.Vísir/GettyOrð að sönnu. Nígeríumenn hafa ekki verið á uppleið undanfarin misseri eftir erfiðleika í kringum síðasta HM þar sem leikmenn voru ósáttir við launagreiðslur sínar og fóru um tíma í verkfall. Þessi 195 milljóna þjóð bíður eftir að landslið siitt taki stórt skref á HM og verði fyrsta Afríkuþjóðin til að vinna til verðlauna. „Við erum hér í fyrsta skipti en þeir hafa meiri reynslu. En við erum búnir að grandskoða þá og verðum tilbúnir.“Pascal Atuma, stuðningsmaður Nígeríu, segist 100 prósent viss um íslenskan sigur. Aðspurður hvort hann hafi alltaf rétt fyrir sér segir hann, allavega núna.Vísir/VilhelmHannes Þór Halldórsson átti stórleik gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands, steig ekki feilspor og varði auðvitað vítaspyrnu frá Lionel Messi. „Þetta verður líklega opnari leikur en gegn Argentínu,“ segir Hannes. Öðruvísi á allan hátt en þeir verði tilbúnir. „Þeir spila öðruvísi en Argentína, með öðruvísi leikmenn. Ekki litlir teknískir leikmenn heludr stærri og sterkari leikmenn. En við erum vel stemmdir,“ segir Alfreð sem mun þurfa að eiga við nautsterka varnarmenn Nígeríu. Áður en flautað verður til leiks hjá Íslandi og Nígeríu á föstudag munu úrslitin liggja fyrir í viðureign Argentínu og Króatíu. Króatar svo gott sem tryggja sig áfram með sigri og mikil pressa er á Argentínu eftir jafnteflið gegn Íslandi. Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Fótbolti Fleiri fréttir Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Sjá meira