Allt annað en venjulegur dagur á skrifstofunni Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifar 21. júní 2018 07:30 Alfreð Finnbogason og Hannes Þór Halldórsson munu ekki gleyma 16. júní 2018 í bráð. vísri/vilhelm Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason, leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta, segja upplifunina af Argentínuleiknum í Moskvu eðlilega vera eitthvað sem að þeir munu aldrei gleyma. Þeir félagarnir sátu fyrir svörum á blaðmannafundi á æfingasvæðinu í Kabardinka í gær og viðurkenndu að leikurinn við Messi og félaga var allt annað en venjulegur dagur á skrifstofunni. „Þetta var nú allt annað en venjulegur dagur í vinnunni. Þetta var auðvitað ótrúleg upplifun enda fyrsti leikur Íslands á heimsmeistaramóti. Það er eitthvað sem allir í hópnum eru stoltir af því að hafa tekið þátt í,“ sagði Hannes Þór Halldórsson.Hannes Þór varði víti frá Lionel Messi.vísir/vilhelmEinbeitingin á næsta leik Hannes varði víti frá Messi og Alfreð skoraði fyrsta mark Íslands á HM frá upphafi. Stórar stundir sem þeir munu gleyma seint. „Þetta voru stór augnablik og eitthvað sem við munum aldrei gleyma en ég held að núna snúist þetta um að leggja þetta aðeins til hliðar. Við munum heyra nóg af þessu síðar þegar að við verðum komnir heim. Nú þurfum við að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Hannes. Alfreð tók undir með markverðinum. Þetta var ógleymanlegt. „Þetta er stærsta sviðið sem hægt er að vera á í fótboltanum og er eitthvað sem mun fylgja okkur leikmönnum lengra eftir mótið,“ sagði hann. „Það var ekkert eðlilegt við þennan fyrsta leik. Þetta var fyrsti leikur Íslands á HM og erfiðara að ná ró fyrir þennan leik heldur en marga aðra.“Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM.VÍSIR/VILHELMFljótir í núllstillingu Strákarnir okkar lentu í Volgograd í gær og mæta Nígeríu hér í borg á morgun og þar þurfa þeir sigur ef þeir ætla sér stóra hluti í þessu móti. Stigið gegn Argentínu getur gleymst fljótt ef illa fer. „Eins og fótboltinn er vitum við að við þurfum að vera fljótir að núllstilla okkur. Stigið sem við fengum á móti Argentínu var frábært en við vitum að ekki förum við áfram með eitt stig,“ segir Alfreð. „Í fótboltanum ertu dæmdur af þínum síðasta leik. Við þurfum því að vera fljótir að ná okkur niður og gera okkur klára fyrir næsta leik því hvort sem að fer illa eða vel verður bragðið af síðasta leik alltaf í munninum,“ segir Alfreð FinnbogasonVísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason, leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta, segja upplifunina af Argentínuleiknum í Moskvu eðlilega vera eitthvað sem að þeir munu aldrei gleyma. Þeir félagarnir sátu fyrir svörum á blaðmannafundi á æfingasvæðinu í Kabardinka í gær og viðurkenndu að leikurinn við Messi og félaga var allt annað en venjulegur dagur á skrifstofunni. „Þetta var nú allt annað en venjulegur dagur í vinnunni. Þetta var auðvitað ótrúleg upplifun enda fyrsti leikur Íslands á heimsmeistaramóti. Það er eitthvað sem allir í hópnum eru stoltir af því að hafa tekið þátt í,“ sagði Hannes Þór Halldórsson.Hannes Þór varði víti frá Lionel Messi.vísir/vilhelmEinbeitingin á næsta leik Hannes varði víti frá Messi og Alfreð skoraði fyrsta mark Íslands á HM frá upphafi. Stórar stundir sem þeir munu gleyma seint. „Þetta voru stór augnablik og eitthvað sem við munum aldrei gleyma en ég held að núna snúist þetta um að leggja þetta aðeins til hliðar. Við munum heyra nóg af þessu síðar þegar að við verðum komnir heim. Nú þurfum við að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Hannes. Alfreð tók undir með markverðinum. Þetta var ógleymanlegt. „Þetta er stærsta sviðið sem hægt er að vera á í fótboltanum og er eitthvað sem mun fylgja okkur leikmönnum lengra eftir mótið,“ sagði hann. „Það var ekkert eðlilegt við þennan fyrsta leik. Þetta var fyrsti leikur Íslands á HM og erfiðara að ná ró fyrir þennan leik heldur en marga aðra.“Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM.VÍSIR/VILHELMFljótir í núllstillingu Strákarnir okkar lentu í Volgograd í gær og mæta Nígeríu hér í borg á morgun og þar þurfa þeir sigur ef þeir ætla sér stóra hluti í þessu móti. Stigið gegn Argentínu getur gleymst fljótt ef illa fer. „Eins og fótboltinn er vitum við að við þurfum að vera fljótir að núllstilla okkur. Stigið sem við fengum á móti Argentínu var frábært en við vitum að ekki förum við áfram með eitt stig,“ segir Alfreð. „Í fótboltanum ertu dæmdur af þínum síðasta leik. Við þurfum því að vera fljótir að ná okkur niður og gera okkur klára fyrir næsta leik því hvort sem að fer illa eða vel verður bragðið af síðasta leik alltaf í munninum,“ segir Alfreð FinnbogasonVísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Sjá meira