Svekktir Sjallar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. júní 2018 07:00 Það er sérstök list að kunna að tapa og mörgum reynist um megn að leyna vonbrigðum sínum lúti þeir í lægra haldi. Í stað þess að bera harm sinn í hljóði fara hinir tapsáru hamförum, kvarta undan svindli og svikum og kenna öðrum um. Ekki hvarflar að þeim að líta í eigin barm og leggjast í ítarlega sjálfsskoðun eins og þeim væri hollast. Þetta opinberaðist á sláandi hátt í Vestmannaeyjum eftir nýliðnar sveitarstjórnarkosningar. Fyrir kosningar hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd í Vestmannaeyjum í háa herrans tíð og vitanlega fannst Sjálfstæðismönnum að þannig ætti það að vera um ókomna tíð. Kannski er skiljanlegt að þeir hafi verið blindaðir af velgengni. Flokkurinn hlaut um 75 prósent atkvæða í kosningunum 2014 og forsvarsmenn hans virðast hafa ályktað sem svo að yfirburðirnir væru svo miklir að þeir gætu verið einráðir. Forsvarsmenn flokksins gleymdu að huga að lýðræðislegum vinnubrögðum því hugmynd hóps Sjálfstæðismanna um prófkjör var felld af fulltrúaráði flokksins. Það hefði verið fyrsta prófkjör Sjálfstæðismanna í Eyjum í 28 ár. Sú staðreynd ein og sér hefði átt að vekja þá spurningu hjá fulltrúaráði flokksins hvort ekki væri kominn tími til að breyta. Eðlileg viðbrögð hefðu verið að fagna prófkjöri en ekki hindra það. Meirihluti fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Eyjum ber ábyrgð á því að hafa tekið ákvörðun sem varð til þess að flokkurinn klofnaði og til varð sérframboð sem hlaut brautargengi í kosningunum og situr nú að völdum. Kosningaúrslit voru ekki fyrr ljós en grátkór hins fallna meirihluta hóf upp raust sína og kærði ekki bara kosningarnar heldur ákvað að þefa uppi svikara innan eigin raða, enda miklu betra að kenna einhverjum öðrum um en sjálfum sér. „Leitið og þér munuð finna“ stendur í góðri bók og þeir sem svekktastir voru vegna úrslitanna fundu skúrkinn sem bera átti ábyrgð á tapinu. Sá reynist vera þingmaður flokksins Páll Magnússon. Hann virðist reyndar stundum vera stoltari af því að vera Vestmannaeyingur en Sjálfstæðismaður, en sú áhersla ætti engan veginn að kosta sérstaka fordæmingu í Eyjum. Ekki skal vanmeta Pál Magnússon, sem má sín alveg örugglega mikils, en það er samt nokkur ofrausn að ætla honum að hafa af eigin rammleik snúið fjölda Vestmannaeyinga frá Sjálfstæðisflokknum og í átt að nýju afli. Talsmenn hins fallna meirihluta tala eins og það hafi alfarið verið á ábyrgð Páls að ná í hús þeim örfáu atkvæðum sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfti til að halda völdum. Fjölmargir aðrir áhrifamenn innan flokksins hefðu örugglega mátt leggja harðar að sér við atkvæðasmölun. En fyrst og fremst hefði meirihlutinn átt að temja sér hógværð og samningslipurð á valdatíma sínum í stað þess að vaða áfram í sjálfhverfu og hroka. Hinn fallni meirihluti í Eyjum getur engum kennt um örlög sín nema sjálfum sér. Hann stundaði vinnubrögð sem klufu Sjálfstæðisflokkinn. Í sjálfu sér má flokka það sem vissan árangur, en varla telst hann sérlega lofsverður og síst er hann til eftirbreytni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sérstök list að kunna að tapa og mörgum reynist um megn að leyna vonbrigðum sínum lúti þeir í lægra haldi. Í stað þess að bera harm sinn í hljóði fara hinir tapsáru hamförum, kvarta undan svindli og svikum og kenna öðrum um. Ekki hvarflar að þeim að líta í eigin barm og leggjast í ítarlega sjálfsskoðun eins og þeim væri hollast. Þetta opinberaðist á sláandi hátt í Vestmannaeyjum eftir nýliðnar sveitarstjórnarkosningar. Fyrir kosningar hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd í Vestmannaeyjum í háa herrans tíð og vitanlega fannst Sjálfstæðismönnum að þannig ætti það að vera um ókomna tíð. Kannski er skiljanlegt að þeir hafi verið blindaðir af velgengni. Flokkurinn hlaut um 75 prósent atkvæða í kosningunum 2014 og forsvarsmenn hans virðast hafa ályktað sem svo að yfirburðirnir væru svo miklir að þeir gætu verið einráðir. Forsvarsmenn flokksins gleymdu að huga að lýðræðislegum vinnubrögðum því hugmynd hóps Sjálfstæðismanna um prófkjör var felld af fulltrúaráði flokksins. Það hefði verið fyrsta prófkjör Sjálfstæðismanna í Eyjum í 28 ár. Sú staðreynd ein og sér hefði átt að vekja þá spurningu hjá fulltrúaráði flokksins hvort ekki væri kominn tími til að breyta. Eðlileg viðbrögð hefðu verið að fagna prófkjöri en ekki hindra það. Meirihluti fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Eyjum ber ábyrgð á því að hafa tekið ákvörðun sem varð til þess að flokkurinn klofnaði og til varð sérframboð sem hlaut brautargengi í kosningunum og situr nú að völdum. Kosningaúrslit voru ekki fyrr ljós en grátkór hins fallna meirihluta hóf upp raust sína og kærði ekki bara kosningarnar heldur ákvað að þefa uppi svikara innan eigin raða, enda miklu betra að kenna einhverjum öðrum um en sjálfum sér. „Leitið og þér munuð finna“ stendur í góðri bók og þeir sem svekktastir voru vegna úrslitanna fundu skúrkinn sem bera átti ábyrgð á tapinu. Sá reynist vera þingmaður flokksins Páll Magnússon. Hann virðist reyndar stundum vera stoltari af því að vera Vestmannaeyingur en Sjálfstæðismaður, en sú áhersla ætti engan veginn að kosta sérstaka fordæmingu í Eyjum. Ekki skal vanmeta Pál Magnússon, sem má sín alveg örugglega mikils, en það er samt nokkur ofrausn að ætla honum að hafa af eigin rammleik snúið fjölda Vestmannaeyinga frá Sjálfstæðisflokknum og í átt að nýju afli. Talsmenn hins fallna meirihluta tala eins og það hafi alfarið verið á ábyrgð Páls að ná í hús þeim örfáu atkvæðum sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfti til að halda völdum. Fjölmargir aðrir áhrifamenn innan flokksins hefðu örugglega mátt leggja harðar að sér við atkvæðasmölun. En fyrst og fremst hefði meirihlutinn átt að temja sér hógværð og samningslipurð á valdatíma sínum í stað þess að vaða áfram í sjálfhverfu og hroka. Hinn fallni meirihluti í Eyjum getur engum kennt um örlög sín nema sjálfum sér. Hann stundaði vinnubrögð sem klufu Sjálfstæðisflokkinn. Í sjálfu sér má flokka það sem vissan árangur, en varla telst hann sérlega lofsverður og síst er hann til eftirbreytni.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar