Sjálfbært heilbrigðiskerfi Reynir Arngrímsson skrifar 21. júní 2018 07:00 Ísland gengur í gegnum þrengingar í heilbrigðiskerfinu, þar sem uppsafnaður langvarandi vandi og óánægja hefur brotist upp á yfirborðið af fullum þunga. Læknar hafa bent á þessa þróun um alllangt skeið og varað við. Við allt skipulag þarf að setja sjúklinginn í forgrunn. Það öndvegissæti eiga ekki biðlistar, reiknilíkön og pólitískar dægursveiflur að skipa. Gott aðgengi sjúklinga að læknum og annarri stoðþjónustu er það sem málið snýst um. Það virðist stundum gleymast að menntun og áralöng þjálfun starfsfólksins er grundvöllur góðs heilbrigðiskerfis. Á Íslandi verja stjórnvöld lægra hlutfalli til heilbrigðismála en aðrar þjóðir okkur skyldar að menningu og þjóðfélagsgerð. Það er hættuleg pólitísk afstaða að hægt sé að leysa þann vanda sem við blasir í dag, biðlista og langvarandi skort á heilbrigðisstarfsfólki ásamt yfirvofandi þjónustuskerðingu, með aðgangshindrunum og millifærsluleið fjármuna innan kerfisins. Fjárveitingar til heilbrigðismála í heild sinni eru of lágar. Bara að stjórnvöld viðurkenndu það væri stórt skref fram á við í raunveruleikaáttun Alþingis. Lýðfræðilegar breytingar verða ekki umflúnar, tækniframfarir þarf að innleiða og samkeppnisfær launaþróun verður að eiga sér stað. Úttektir og skýrslur sýna að framleiðni lækna á Íslandi og samstarfsfólks þeirra er umtalsvert meiri en víðast annars staðar. Læknar hafa kallað eftir langtímastefnu í heilbrigðismálum sem litast ekki af pólitískum sveiflum heldur af ábyrgð og með þarfir sjúklinga í huga.Stefnumótun Í janúar 2015 undirrituðu forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og starfandi fjármála- og efnahagsráðherra ásamt formönnum Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands yfirlýsingu þar sem kveðið var á um að ráðist yrði í átak til mótunar heilbrigðisstefnu. Sitjandi heilbrigðisráðherra sem telur daga sína í embætti, er sá níundi í röðinni frá aldamótum og þriðji frá undirrituninni 2015. Núverandi áhersla ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, að móta stefnu í heilbrigðismálum án aðkomu heilbrigðistétta og fulltrúa sjúklingasamtaka, er óheillaskref og pólitísk þvingunaraðgerð sem gengur gegn lýðræðisvakningu í þjóðfélaginu. Hvorki er leitað álits lækna og samtaka þeirra né annarra heilbrigðisstétta þegar kemur að yfirlýstri endurskoðun á heilbrigðisstefnu, endurskoðun gæðakvarða eða framtíðarskipulagi heilbrigðiskerfisins í heild sinni sem á að liggja fyrir í haust. Á nýlegri málstofu um heilbrigðisþjónustu fámennra ríkja í Evrópu sem haldin var m.a. fyrir tilstuðlan velferðarráðuneytisins í Þjóðminjasafninu kom fram að helsta ógn við heilbrigðiskerfi þessara landa (þar voru m.a. fulltrúar Íslands, Möltu, Slóveníu og fleiri fámennra ríkja) væri aðgengi að sérhæfðu starfsfólki og hlutfallslega kostnaðarsöm yfirbygging kerfisins í þessum fámennu löndum. M.a. væri stefna Evrópusambandsins að tryggja réttindi sjúkratryggðra til heilbrigðisþjónustu yfir landamæri þjóðríkja til að mæta þessari þörf um sérhæfingu. Sjálfbært kerfi Hér á Íslandi höfum við átt því láni að fagna að hafa aðgengi að læknum með mikla sérhæfingu og þjálfun í undirsérgreinum læknisfræðinnar þannig að við höfum getað tryggt þetta að mestu leyti og verið sjálfbær. Þetta hefur tekist með tiltölulega litlum tilkostnaði fyrir ríkið, en miklu álagi og afköstum sem og framleiðni lækna sem m.a. hafa rekið sínar eigin læknastofur við góðan orðstír og aðgengi að breiðri þekkingu þeirra sem spannar nútíma læknisfræði. Hins vegar má finna að skipulagi, óraunhæfum kröfum og takmörkuðum skilningi stjórnmálaleiðtoga, þjóðfélagslegu umróti undanfarinna ára og niðursveiflu efnahags á tímabili sem reynt hefur á alla innviði, en ekki hvað síst má gagnrýna þá stefnu stjórnvalda að telja að tilfærsla fjármuna innan kerfisins fremur en að jafna útgjöld til samræmis við reynslu nágrannaþjóða okkar sé leiðin upp á við og út úr þeim vanda sem við blasir. Það er ekki sjálfgefið að gott aðgengi að íslenskum læknum hér heima haldi áfram ef ógætilega er farið að viðkvæmu kerfi og því snúið á hvolf í einni andrá. Nýliðun í hópi lækna er grundvöllur áframhaldandi uppbyggingar og framþróunar læknisþjónustu landsins. Því er mikilvægt að ráðherra heilbrigðismála stígi varlega til jarðar og jaðarsetji ekki lækna meira en orðið er.Höfundur er formaður Læknafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Ísland gengur í gegnum þrengingar í heilbrigðiskerfinu, þar sem uppsafnaður langvarandi vandi og óánægja hefur brotist upp á yfirborðið af fullum þunga. Læknar hafa bent á þessa þróun um alllangt skeið og varað við. Við allt skipulag þarf að setja sjúklinginn í forgrunn. Það öndvegissæti eiga ekki biðlistar, reiknilíkön og pólitískar dægursveiflur að skipa. Gott aðgengi sjúklinga að læknum og annarri stoðþjónustu er það sem málið snýst um. Það virðist stundum gleymast að menntun og áralöng þjálfun starfsfólksins er grundvöllur góðs heilbrigðiskerfis. Á Íslandi verja stjórnvöld lægra hlutfalli til heilbrigðismála en aðrar þjóðir okkur skyldar að menningu og þjóðfélagsgerð. Það er hættuleg pólitísk afstaða að hægt sé að leysa þann vanda sem við blasir í dag, biðlista og langvarandi skort á heilbrigðisstarfsfólki ásamt yfirvofandi þjónustuskerðingu, með aðgangshindrunum og millifærsluleið fjármuna innan kerfisins. Fjárveitingar til heilbrigðismála í heild sinni eru of lágar. Bara að stjórnvöld viðurkenndu það væri stórt skref fram á við í raunveruleikaáttun Alþingis. Lýðfræðilegar breytingar verða ekki umflúnar, tækniframfarir þarf að innleiða og samkeppnisfær launaþróun verður að eiga sér stað. Úttektir og skýrslur sýna að framleiðni lækna á Íslandi og samstarfsfólks þeirra er umtalsvert meiri en víðast annars staðar. Læknar hafa kallað eftir langtímastefnu í heilbrigðismálum sem litast ekki af pólitískum sveiflum heldur af ábyrgð og með þarfir sjúklinga í huga.Stefnumótun Í janúar 2015 undirrituðu forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og starfandi fjármála- og efnahagsráðherra ásamt formönnum Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands yfirlýsingu þar sem kveðið var á um að ráðist yrði í átak til mótunar heilbrigðisstefnu. Sitjandi heilbrigðisráðherra sem telur daga sína í embætti, er sá níundi í röðinni frá aldamótum og þriðji frá undirrituninni 2015. Núverandi áhersla ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, að móta stefnu í heilbrigðismálum án aðkomu heilbrigðistétta og fulltrúa sjúklingasamtaka, er óheillaskref og pólitísk þvingunaraðgerð sem gengur gegn lýðræðisvakningu í þjóðfélaginu. Hvorki er leitað álits lækna og samtaka þeirra né annarra heilbrigðisstétta þegar kemur að yfirlýstri endurskoðun á heilbrigðisstefnu, endurskoðun gæðakvarða eða framtíðarskipulagi heilbrigðiskerfisins í heild sinni sem á að liggja fyrir í haust. Á nýlegri málstofu um heilbrigðisþjónustu fámennra ríkja í Evrópu sem haldin var m.a. fyrir tilstuðlan velferðarráðuneytisins í Þjóðminjasafninu kom fram að helsta ógn við heilbrigðiskerfi þessara landa (þar voru m.a. fulltrúar Íslands, Möltu, Slóveníu og fleiri fámennra ríkja) væri aðgengi að sérhæfðu starfsfólki og hlutfallslega kostnaðarsöm yfirbygging kerfisins í þessum fámennu löndum. M.a. væri stefna Evrópusambandsins að tryggja réttindi sjúkratryggðra til heilbrigðisþjónustu yfir landamæri þjóðríkja til að mæta þessari þörf um sérhæfingu. Sjálfbært kerfi Hér á Íslandi höfum við átt því láni að fagna að hafa aðgengi að læknum með mikla sérhæfingu og þjálfun í undirsérgreinum læknisfræðinnar þannig að við höfum getað tryggt þetta að mestu leyti og verið sjálfbær. Þetta hefur tekist með tiltölulega litlum tilkostnaði fyrir ríkið, en miklu álagi og afköstum sem og framleiðni lækna sem m.a. hafa rekið sínar eigin læknastofur við góðan orðstír og aðgengi að breiðri þekkingu þeirra sem spannar nútíma læknisfræði. Hins vegar má finna að skipulagi, óraunhæfum kröfum og takmörkuðum skilningi stjórnmálaleiðtoga, þjóðfélagslegu umróti undanfarinna ára og niðursveiflu efnahags á tímabili sem reynt hefur á alla innviði, en ekki hvað síst má gagnrýna þá stefnu stjórnvalda að telja að tilfærsla fjármuna innan kerfisins fremur en að jafna útgjöld til samræmis við reynslu nágrannaþjóða okkar sé leiðin upp á við og út úr þeim vanda sem við blasir. Það er ekki sjálfgefið að gott aðgengi að íslenskum læknum hér heima haldi áfram ef ógætilega er farið að viðkvæmu kerfi og því snúið á hvolf í einni andrá. Nýliðun í hópi lækna er grundvöllur áframhaldandi uppbyggingar og framþróunar læknisþjónustu landsins. Því er mikilvægt að ráðherra heilbrigðismála stígi varlega til jarðar og jaðarsetji ekki lækna meira en orðið er.Höfundur er formaður Læknafélags Íslands
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun