Íslenski boltinn

Ólafur: Frábærir Valsmenn áttu skilið að vinna

Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson. vísir/bára
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var svekktur með að hafa ekki gert betur gegn Val í leik liðanna í Pepsi-deild karla í kvöld en segir að betra liðið hafi fengið stigin þrjú. Svo fór að Valur vann 2-1 sigur á Origo-vellinum.

„Ég var fúll með markið sem kom úr innkastinu [fyrra mark Vals]. Þar voru 2-3 boltar sem við unnum ekki og þeir skora úr því,“ sagði Ólafur sem hefði líka viljað að hans menn hefðu nýtt sér eitthvað af þeim færum sem þeir sköpuðu sér í síðari hálfleik.

„Það er erfitt að eiga við Valsmenn. Þeir eru með frábært lið og áttu þennan sigur skilinn. Þeir tóku leikinn yfir,“ sagði Ólafur sem var samt ánægður með framlag sinna manna.

„Að mörgu leyti, já. Við reyndum að spila boltanum og byggja á því að spila upp völlinn. Við vissum að þeir byggju yfir meiri líkamlegum styrk sem myndi nýtast þeim vel í návígjum á miðjunni. Ég vildi forðast það,“ sagði Ólafur.

„Ég var svo ekki ánægður með hvað gerðist þegar við komust inn á síðasta þriðjung vallarins. Þar vantaði gæði.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×