Erlent

Spjallþáttastjórnendur tæta Trump í sig vegna aðskilnaðar barna og foreldra

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sumir af helstu spjallþáttastjórnendum Bandaíkjanna, ásamt Donald Trump.
Sumir af helstu spjallþáttastjórnendum Bandaíkjanna, ásamt Donald Trump.
Stefna Bandaríkjastjórnar að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem farið hafa yfir landamærin til Bandaríkjanna frá Mexíkó með ólöglegum hætti hefur vakið mikla reiði víða um heim.

Þá er stefnan ekki síður óvinsæl í Bandaríkjunum en samkvæmt nýlegri könnun voru 66 prósent aðspurðra á móti stefnunni.

Fréttastofur ytra hafa meðal annars komist yfir upptökur af grátandi börnum, í haldi bandarískra yfirvalda í flóttamannabúðum, sem öskra á foreldra sína af veikum mætti. Ásamt myndum af aðbúnaði barnanna, sem eru meðal annars geymd í gömlum vöruskemmum.

Þrýstingurinn gegn stefnunni fer stigmagnandi, til að mynda hafa allar fimm núlifandi forsetafrúr Bandaríkjanna stigið fram til að gagnrýna aðskilnað barnanna frá foreldrum sínum.

Spjallþáttastjórnendur ytra hafa einnig talað gegn stefnunni og undanfarna daga hafa spjallþáttastjórnendur á borð við Stephen Colbert, Seth Meyers og Trevor Noah, sem allir stýra vinsælum þáttum, fjallað um stefnuna á gagnrýnan hátt, líkt og sjá má hér fyrir neðan.




Tengdar fréttir

Trump ver stefnu sína í innflytjendamálum

Bandaríkjaforseti hefur varið þá stefnu stjórnar sinnar sem leitt hefur til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×