Fótbolti

HM í dag: Gylfi er Schumacher og Jean Todt í sama manninum

Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar
Heilsað úr uppsveitum.
Heilsað úr uppsveitum. vísir/böddi tg
HM í dag heilsar úr uppsveitum Kabardinka þar sem að hitinn er orðinn ógnvænlegur og eitthvað í líkingu við það sem að bíður strákanna okkar í Volgograd.

Tómas Þór og Arnar Björnsson tóku daginn snemma og fóru í gönguferð í skóginum þar sem að í dag er ferðadagur hjá íslenska landsliðinu en það flýgur til Volgograd klukkan 17.00 að staðartíma.

Mikið er talað um fótbolta í þætti dagsins og möguleika fyrir Heimi á móti Nígeríu. Hverjir eru mennirnir sem koma inn af bekknum ef það þarf að gera eitthvað fram á við? Er komið að Albert litla Guðmundssyni?

Gylfi Þór Sigurðsson fær mikið lof í dag og honum líkt við þá bestu sem sést hafa í Formúlu 1. Ha?

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×