Fótbolti

Sjáðu bakvið tjöldin þegar að Mið-Ísland heimsótti strákana okkar

Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar
Íslensku strákarnir skemmtu sér vel á einkasýningu Mið-Íslands.
Íslensku strákarnir skemmtu sér vel á einkasýningu Mið-Íslands.
Eins og greint var frá í fyrradag fékk íslenska landsliðið í fótbolta einkasýningu frá uppistandshópnum vinsæla Mið-Íslandi en Vodafone, einn af bakhjörlum KSÍ, flaug grínistunum út til að skemmta strákunum okkar.

Sjá einnig:Hlátur í stað kynlífs í Kabardinka

Þeir Bergur Ebbi, Dóri DNA, Jóhann Alfreð og Björn Bragi tóku allir brot af uppistandi sínu og vinkluðu inn nýja hluti tengda fótbolta og HM og skutu vitaskuld á strákana okkar. Rúrik Gíslason fékk hvað helst að heyra það.

Á Facebook-síðu Vodafone má sjá stutt og skemmtilegt myndband þar sem farið er yfir þessa ferð Mið-Íslands til Kabardinka og má sjá viðbrögð strákanna þegar að grínhópurinn gekk í salinn.

Það er ekki annað að sjá en að þessi heimsókn hafi bara heppnast nokkuð vel.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×