Fótbolti

Neville: Frakkar munu vera betri

Dagur Lárusson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. vísir/getty
Gary Neville, fyrrum leikmaður og nú álitsgjafi hjá Sky, segir að Úrúgvæ mun eiga erfitt með Frakka í 8-liða úrslitunum.

 

Edison Cavani skoraði bæði mörk Úrúgvæ gegn Portúgal í dag en Gary telur að Frakkar munu reyna meira á vörn þeirra heldur en Portúgal.

 

„Miðverðirnir tveir spiluðu frábærlega gegn Ronaldo,“ sagði Neville.

 

„Þeir komu öllu í burtu sem kom í teiginn í kvöld. Þeir munu þurfa að gera slíkt hið sama gegn Frakklandi en þá held ég að það muni vera erfiðara fyrir þá, Frakkar eru betri.“

 

Neville talaði einnig um það að hann telur að þetta hafi ekki verið síðasta heimsmeistaramót Ronaldo.

 

„Það væri algjör synd ef við fáum ekki að sjá þá aftur á HM. Þeir eru báðir frábærir leikmenn. Ef maður hugsar þetta útfrá sjónarhorni Messi, þá er þetta kannski búið fyrir hann. Ronaldo virðist hinsvegar vilja halda endalaust áfram, getur hann virkilega lagt landsliðsskóna á hilluna?“

 

„Þeir eru með vonir þjóða sinna á herðum sér.“

 


Tengdar fréttir

Tvenna Cavani sendi Ronaldo heim

Edison Cavani skoraði bæði mörk Úrúgvæ í sigri þeirra á Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal í 16-liða úrslitum HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×