Fótbolti

Ronaldo og Messi ekki skorað í 48 skotum

Dagur Lárusson skrifar
Kapparnir tveir.
Kapparnir tveir. vísir/getty
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru báðir á leiðinni heim eftir leiki dagsins en Portúgal og Argentína töpuðu fyrir Frakklandi og Úrúgvæ.

 

Ronaldo og Messi eru, að mörgum taldir, tveir bestu knattspyrnumenn frá upphafi og hafa margir deilt um það í þónokkur ár hvor þeirri sé í raun betri.

 

Þessir tveir stórkostlegu leikmenn eiga það þó sameiginlegt að hafa aldrei, og munu líklega aldrei, vinna HM. Báðir hafa tekið þátt á fjórum heimsmeistaramótum en hvorugur hefur náði að skora í útsláttarkeppninni.

 

Samanlagt hafa þeir skotið 48 sinnum í útsláttarkeppninni en ekkert af þessum skotum hefur farið í netið.

 

Ótrúleg tölfræði um leikmenn sem eru taldir bestu leikmenn í heimi, en hafa þó ekki skorað á stærsta sviði heimsmeistarakeppninnar.

 


Tengdar fréttir

Tvenna Cavani sendi Ronaldo heim

Edison Cavani skoraði bæði mörk Úrúgvæ í sigri þeirra á Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal í 16-liða úrslitum HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×