Eins og Vísir fjallaði um funduðu leiðtogar Evrópusambandsins um framtíðarskipulag flóttmannamála í álfunni í fyrradag.
Þar var meðal annars rætt að létta álaginu af löndum eins og Grikklandi, Spáni og Ítalíu sem eru fyrsti áfangastaður flestra flóttamanna.
Á fundinum hótuðu fulltrúar Ítalíu að fella allar tillögur sem kæmu upp á fundinum ef þeir fengu ekki aðstoð með flóttamannavanda ríki síns.
Í dag deildi innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, Facebook færslu þar sem hann gagnrýnir þá sem standa að skipulögðum fólksflutningum frá Afríku harðlega. „Stoppum mansalsmafíuna: því færri sem fara, því færri deyja“ segir hann og notar myllumerkið #lokumhöfnunum.