Fótbolti

Merson: Kólumbía er með lélegt lið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
James Rodriguez er ein stærsta stjarna Kólumbíu. Hann meiddist í lokaleik þeirra í riðlakeppninni og er óvíst að hann taki meiri þátt í mótinu.
James Rodriguez er ein stærsta stjarna Kólumbíu. Hann meiddist í lokaleik þeirra í riðlakeppninni og er óvíst að hann taki meiri þátt í mótinu. Vísir/getty
Fótboltasérfræðingur Sky Sports, Paul Merson, segir landslið Kólumbíu vera lélegt. Kólumbía er andstæðingur Englendinga í 16-liða úrslitunum.

„Ég horfði á Kólumbíu um daginn og það er ekkert sem Englendingar þurfa að hræðast þar,“ sagði Merson.

„Þeir eru hættulegir í föstum leikatriðum en við erum alveg jafn góðir og hver annar í þeim. Ég sat og horfði á leikinn við Belgíu og bað um það að við myndum ekki skora.“

Fyrir leik Englands og Belga, sem réði því hvort liðið sigraði G riðilinn, gerði Gareth Southgate átta breytingar á byrjunarliði sínu til þess að hvíla leikmenn. Umræðan fyrir þann leik á samfélagsmiðlum var sú að bæði lið vildu tapa því þá sé leiðin áfram í keppninni einfaldari.

„Það kæmi mér mikið á óvart ef við komumst ekki í undanúrslit. Fyrir mótið var umræðan þannig að ef við kæmumst áfram úr 16-liða úrslitunum hefði mótið verið gott. Í dag er staðan sú að mótið er vonbrigði ef við förum ekki í undanúrslit.“

Vinni England Kólumbíu mætir liðið annað hvort Sviss eða Svíþjóð í 8-liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×