Fótbolti

Englendingar eru búnir að æfa vítaspyrnukeppnir síðan í mars

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Harry Kane tók tvö víti í leik Englands og Panama, bæði gríðarlega örugg og nákvæmlega eins framkvæmd
Harry Kane tók tvö víti í leik Englands og Panama, bæði gríðarlega örugg og nákvæmlega eins framkvæmd vísir/getty
16-liða úrslitin á HM í fótbolta hefjast í dag. Útsláttarkeppni þar sem jafntefli er ekki í boði og leikir framlengdir eða sendir í vítaspyrnukeppni ef þess þarf. Vítaspyrnukeppnir hafa í gegnum tíðina verið akkilesarhæll Englendinga en Gareth Southgate vill snúa því gengi við.

Southgate segir vítaspyrnukeppnir ekki snúast um heppni heldur undirbúning og Englendingar hafa lagt sérstaka áherslu á að leggja upp vítaspyrnukeppnir síðan í mars.

„Þetta snýst um að framkvæma undir pressu,“ sagði Southgate en England hefur ekki unnið leik í útsláttarkeppni á stórmóti síðan 2006. Liðið hefur aðeins unnið eina af sjö vítaspyrnukeppnum í sögunni.

„Það eru ákveðnir hlutir sem hægt er að æfa og við höfum lagst yfir þá. Svo eru hlutir sem geta verið skaðlegir í undirbúningi leikmanna þegar í vítaspyrnukeppnina er komið.“

„Það eru margir hlutir sem við getum gert til þess að stjórna aðstæðunum en ekki láta þær stjórna okkur. Við þurfum að hafa ró innan hópsins og vera skipulagðir, ekki taka ákvarðanir á staðnum,“ sagði Gareth Southgate.

„Við höfum skoðað þetta í þaula.“

England mætir Kólumbíu í 16-liða úrslitunum á HM á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×