Sackler fjölskyldan rakar inn milljörðum á sölu OxyContin Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 30. júní 2018 09:00 "Á sama tíma og lyfin voru kynnt sem skaðlaus og ólíkleg til að leiða til fíknar kviknaði umræða um að verkir væru að miklu leyti ómeðhöndlaðir í bandarísku samfélagi,“ segir Álfgeir og segir fleiri þætti skipta máli. mynd/m.g. ellis Auður Sackler-fjölskyldunnar er að mestu leyti kominn til af sölu á verkjalyfinu OxyContin. Lyfinu sem hefur leitt marga notendur í Bandaríkjunum til neyslu á heróíni. Lyfi sem er talið eiga þátt í því að yfir 200 þúsund Bandaríkjamenn hafa látið lífið. Fjölskyldan er ein sú ríkasta í Bandaríkjunum. Tímaritið Forbes mat eignir fjölskyldunnar á sem nemur tæpum 1.500 milljörðum íslenskra króna árið 2015. Sackler-fjölskyldan er valdamikil og styrkir ríkulega starf helstu listasafna heimsins, stórir og virtir háskólar njóta dyggilegs stuðnings hennar og einnig sjúkrahús. Sérstök Sackler-álma er í Metropolitan-listasafninu í New York og í Louvre í París. Þá er sérstakt Sackler-safn í Harvard-háskóla og nafn fjölskyldunnar er einnig tengt Smithsonian, Tate Modern, Guggenheim og Oxford-háskóla, svo nokkrar stofnanir séu nefndar. Nafnið er hins vegar hvergi sjáanlegt í tengslum við fyrirtæki fjölskyldunnar, Purdue Pharma, sem framleiðir lyfið OxyContin. Lyfið var sett á markað árið 1996. Tímaritið The New Yorker fjallaði um völd fjölskyldunnar og lyfjaframleiðsu í nóvember í fyrra. Í greininni The Family that Built an Empire of Pain, er ítarlega fjallað um fjölskylduna og Purdue Pharma. Og markaðssetningu lyfsins. Það var markaðssett sem öruggara form ópíóða, með notkun þess væri lítil hætta á ávanabindingu. Læknum var talin trú um að hér væri komið rétta lyfið við krónískum verkjum. Álfgeir Logi Kristjánsson, dósent við Ríkisháskóla Vestur-Virginíu, hefur fylgst með ópíóðamarkaðnum og segir fíkn í lyfseðilsskyld hafa stökkbreyst með tilkomu lyfsins. „Læknar fóru þá í auknum mæli að skrifa upp á þetta nýja lyf fyrir sjúklinga sína sem glímdu við verki. Enda var það kynnt fyrir þeim sem áhættulaust lyf. Hættan á ávanabindingu væri hverfandi,“ segir Álfgeir og á helst við lyfið OxyContin. Annað kom í ljós. Misnotkun lyfsins varð fljótt mikil, þeir sem tóku lyfin við verkjum þróuðu sumir með sér mikinn fíknivanda og bera fór á dauðsföllum vegna öndunarbælingar. Purdue Pharma beindi helst auglýsingum sínum að læknum og auglýsti lyfið í vísinda- og læknaritum.cccBandaríska lýðheilsustofnunin, Centers for Disease Control, greindi frá því að árið 2016 hefðu 53 þúsund Bandaríkjamenn látist úr ofneyslu ópíóða. Ópíóðafaraldurinn í Bandaríkjunum segir Álfgeir eiga sér rót í bandarísku heilbrigðiskerfi. „Hér er einkatryggingakerfi og heilbrigðisþjónusta rekin eins og hver önnur kapítalísk þjónusta. Það er mikil samkeppni og mikil þjónusta í boði. Fólk vill fá öruggar lausnir við sínum vanda og er kröfuharðir neytendur ef það er vel tryggt,“ útskýrir Álfgeir. „Þetta er hákapítalískur markaður og notendur heilbrigðisþjónustunnar eru þeir tryggðu, sem og þeir sem nota opinbera kerfið, Medicare og Medicaid. Hið opinbera er þannig stór kaupandi heilbrigðisþjónustu,“ segir hann. Álfgeir segir félagslega þætti hafa ýtt undir vandann. „Atvinnuöryggi í Bandaríkjunum er ekki mikið og styrkur stéttarfélaga hefur minnkað umtalsvert síðustu 30 ár. Fólk hefur lítið öryggi þegar það missir vinnuna. Fyrir vikið leggur það meira í sölurnar til þess að vera í vinnunni, leggur heilsuna að veði. Er ginnkeyptara fyrir skjótvirkum lausnum við verkjum, til dæmis með lyfjum eins og OxyContin,“ segir hann og segir almenning og lækna hafa verið grandalausa þegar lyfjafyrirtækið Purdue Pharma markaðssetti þetta sterka verkjalyf sem öruggt lyf. Grandaleysið er ekki að ástæðulausu. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) samþykkti OxyContin sem lyf við verkjum árið 1995. Engar klínískar rannsóknir höfðu þó verið gerðar um hættu á ávanabindingu. Þrátt fyrir það stóð á fylgiseðli lyfsins að lyfið væri öruggara en önnur verkjalyf og minni líkur á ávanabindingu. „Á sama tíma og lyfin voru kynnt sem skaðlaus og ólíkleg til að leiða til fíknar kviknaði umræða um að verkir væru að miklu leyti ómeðhöndlaðir í bandarísku samfélagi,“ segir Álfgeir og segir fleiri þætti skipta máli. „Það er lítið rætt um dreifingu lyfjanna, það eru þrjú stór fyrirtæki sem dreifa yfir 80 prósentum verkjalyfja í landinu. Þau hafa mikið að segja um hvert lyfin dreifast,“ segir hann. Lyfjafyrirtækin þrjú eru McKesson, Cardinal Health og Amerisource?Bergen og hafa orðið uppvís að því að senda sérstaklega mikið magn OxyContin og fleiri lyfseðilsskyldra ávanabindandi lyfja í smábæi þar sem dauðsföll vegna ópíóðaneyslu eru hæst. „Þá er langstærsti greiðandi heilbrigðisþjónustu hið opinbera. Notendur Medicare og Medicaid eru þeir sem eru einnig líklegastir til að nota þessi lyf. Aldraðir og svo illa tryggt fólk sem vinnur líkamlega erfiðisvinnu og er líklegast til að vera með stoðkerfisvanda,“ bendir Álfgeir á. „Það er því óhætt að segja að almennir skattborgarar borgi fyrir notkunina að miklu leyti,“ segir hann. Álfgeir bendir á félagslegar aðstæður í heimafylki sínu Vestur-Virginíu þar sem ópíóðafaraldurinn er einstaklega erfiður viðureignar. „Þar hefur lengi verið einhæfur iðnaður, kolanámugröftur. Iðnaður sem menningarlega á margt sameiginlegt með sjómennsku á Íslandi. Það er borin mikil virðing fyrir námuverkamönnum sem leggja mikið á sig, leggja heilsu sína að veði.ccccKolanámuiðnaðurinn er nú hruninn, þörf fyrir kol hefur minnkað og aðferðir við vinnslu breyst. Það er minni þörf fyrir mannafla og meira um stórvirkar vinnuvélar. Fyrir vikið eru margir bæir og samfélög í niðurbroti. Þar er ekki mikið fyrir fólk að hafa og erfiðar félagslegar aðstæður. Í einmitt þessum bæjum hefur grasserað gríðarleg neysla og fíkn,“ segir Álfgeir og tekur dæmi um tvo smábæi í Vestur-Virginíu, fylkinu sem hann býr í, Williamson og Kermit. „Í Williamson búa um 3.000 manns og á rúmum áratug hafa tvö apótek í bænum leyst út 20,8 milljón töflur af ávanabindandi og róandi lyfjum. Það eru 6.500 töflur á hvern íbúa bæjarins, menn, konur og börn. Í annan bæ, Kermit, þar sem dauðsföll eru mörg vegna ópíóðalyfja, voru sendar 9 milljón töflur. Í eitt apótek. Þetta voru þessi þrjú lyfjadreifingarfyrirtæki sem ég nefndi áður,“ segir Álfgeir frá. „Það verða til svo kallaðar pillumyllur í þessum bæjum. Þar sem starfa óheiðarlegir læknar sem skrifa út ómælt magn af töflunum og taka svo hluta söluágóðans,“ segir Álfgeir.Bandarísk heilbrigðisyfirvöld réðust í aðgerðir til að reyna að sporna við ástandinu en mega sín lítils. Þó að ávísanir á OxyContin séu færri hefur lyfjafíkn leitt fólk á svartan markað fyrir lyfseðilsskyld lyf og ódýrt heróín. American Society of Addiction Medicine segir fjóra af fimm sem prófa heróín hafa byrjað neyslu sína á lyfseðilsskyldum lyfjum. „Það er bara lógískt að fólk færi sig yfir í heróín. Það er orðið háð sterkum ópíóðum. Svarti markaðurinn sér sér auðvitað leik á borði þegar yfirvöld draga úr lyfjaávísunum. Efnið skiptir fíkilinn ekki meginmáli,“ segir Álfgeir og varar við svipaðri þróun hér. „Þessi tilhneiging er að færast yfir til Evrópu. Og eitt af því sem ég hef tekið eftir af því ég hef rannsakað vímuefnaneyslu ungs fólks í mörg ár á Íslandi. Það er að viðhorf þeirra er ekkert ólíkt því sem er hér í Bandaríkjunum. Fólk heima á Íslandi hefur einnig tilhneigingu til að horfa á lyfseðilsskyld lyf með öðrum hætti. Þegar raunverulega er hægt að færa rök fyrir því að slík lyf séu hættulegri en þau ólöglegu. Þau eru af fullum styrkleika og ekki búið að drýgja þau til sölu. Það þarf að vinna í rót vandans, það þarf að breyta lyfjamenningunni og það þarf að þróa fleiri og betri meðferðarúrræði fyrir þá sem hafa ánetjast ávanabindandi lyfjum,“ segir Álfgeir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Sjá meira
Auður Sackler-fjölskyldunnar er að mestu leyti kominn til af sölu á verkjalyfinu OxyContin. Lyfinu sem hefur leitt marga notendur í Bandaríkjunum til neyslu á heróíni. Lyfi sem er talið eiga þátt í því að yfir 200 þúsund Bandaríkjamenn hafa látið lífið. Fjölskyldan er ein sú ríkasta í Bandaríkjunum. Tímaritið Forbes mat eignir fjölskyldunnar á sem nemur tæpum 1.500 milljörðum íslenskra króna árið 2015. Sackler-fjölskyldan er valdamikil og styrkir ríkulega starf helstu listasafna heimsins, stórir og virtir háskólar njóta dyggilegs stuðnings hennar og einnig sjúkrahús. Sérstök Sackler-álma er í Metropolitan-listasafninu í New York og í Louvre í París. Þá er sérstakt Sackler-safn í Harvard-háskóla og nafn fjölskyldunnar er einnig tengt Smithsonian, Tate Modern, Guggenheim og Oxford-háskóla, svo nokkrar stofnanir séu nefndar. Nafnið er hins vegar hvergi sjáanlegt í tengslum við fyrirtæki fjölskyldunnar, Purdue Pharma, sem framleiðir lyfið OxyContin. Lyfið var sett á markað árið 1996. Tímaritið The New Yorker fjallaði um völd fjölskyldunnar og lyfjaframleiðsu í nóvember í fyrra. Í greininni The Family that Built an Empire of Pain, er ítarlega fjallað um fjölskylduna og Purdue Pharma. Og markaðssetningu lyfsins. Það var markaðssett sem öruggara form ópíóða, með notkun þess væri lítil hætta á ávanabindingu. Læknum var talin trú um að hér væri komið rétta lyfið við krónískum verkjum. Álfgeir Logi Kristjánsson, dósent við Ríkisháskóla Vestur-Virginíu, hefur fylgst með ópíóðamarkaðnum og segir fíkn í lyfseðilsskyld hafa stökkbreyst með tilkomu lyfsins. „Læknar fóru þá í auknum mæli að skrifa upp á þetta nýja lyf fyrir sjúklinga sína sem glímdu við verki. Enda var það kynnt fyrir þeim sem áhættulaust lyf. Hættan á ávanabindingu væri hverfandi,“ segir Álfgeir og á helst við lyfið OxyContin. Annað kom í ljós. Misnotkun lyfsins varð fljótt mikil, þeir sem tóku lyfin við verkjum þróuðu sumir með sér mikinn fíknivanda og bera fór á dauðsföllum vegna öndunarbælingar. Purdue Pharma beindi helst auglýsingum sínum að læknum og auglýsti lyfið í vísinda- og læknaritum.cccBandaríska lýðheilsustofnunin, Centers for Disease Control, greindi frá því að árið 2016 hefðu 53 þúsund Bandaríkjamenn látist úr ofneyslu ópíóða. Ópíóðafaraldurinn í Bandaríkjunum segir Álfgeir eiga sér rót í bandarísku heilbrigðiskerfi. „Hér er einkatryggingakerfi og heilbrigðisþjónusta rekin eins og hver önnur kapítalísk þjónusta. Það er mikil samkeppni og mikil þjónusta í boði. Fólk vill fá öruggar lausnir við sínum vanda og er kröfuharðir neytendur ef það er vel tryggt,“ útskýrir Álfgeir. „Þetta er hákapítalískur markaður og notendur heilbrigðisþjónustunnar eru þeir tryggðu, sem og þeir sem nota opinbera kerfið, Medicare og Medicaid. Hið opinbera er þannig stór kaupandi heilbrigðisþjónustu,“ segir hann. Álfgeir segir félagslega þætti hafa ýtt undir vandann. „Atvinnuöryggi í Bandaríkjunum er ekki mikið og styrkur stéttarfélaga hefur minnkað umtalsvert síðustu 30 ár. Fólk hefur lítið öryggi þegar það missir vinnuna. Fyrir vikið leggur það meira í sölurnar til þess að vera í vinnunni, leggur heilsuna að veði. Er ginnkeyptara fyrir skjótvirkum lausnum við verkjum, til dæmis með lyfjum eins og OxyContin,“ segir hann og segir almenning og lækna hafa verið grandalausa þegar lyfjafyrirtækið Purdue Pharma markaðssetti þetta sterka verkjalyf sem öruggt lyf. Grandaleysið er ekki að ástæðulausu. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) samþykkti OxyContin sem lyf við verkjum árið 1995. Engar klínískar rannsóknir höfðu þó verið gerðar um hættu á ávanabindingu. Þrátt fyrir það stóð á fylgiseðli lyfsins að lyfið væri öruggara en önnur verkjalyf og minni líkur á ávanabindingu. „Á sama tíma og lyfin voru kynnt sem skaðlaus og ólíkleg til að leiða til fíknar kviknaði umræða um að verkir væru að miklu leyti ómeðhöndlaðir í bandarísku samfélagi,“ segir Álfgeir og segir fleiri þætti skipta máli. „Það er lítið rætt um dreifingu lyfjanna, það eru þrjú stór fyrirtæki sem dreifa yfir 80 prósentum verkjalyfja í landinu. Þau hafa mikið að segja um hvert lyfin dreifast,“ segir hann. Lyfjafyrirtækin þrjú eru McKesson, Cardinal Health og Amerisource?Bergen og hafa orðið uppvís að því að senda sérstaklega mikið magn OxyContin og fleiri lyfseðilsskyldra ávanabindandi lyfja í smábæi þar sem dauðsföll vegna ópíóðaneyslu eru hæst. „Þá er langstærsti greiðandi heilbrigðisþjónustu hið opinbera. Notendur Medicare og Medicaid eru þeir sem eru einnig líklegastir til að nota þessi lyf. Aldraðir og svo illa tryggt fólk sem vinnur líkamlega erfiðisvinnu og er líklegast til að vera með stoðkerfisvanda,“ bendir Álfgeir á. „Það er því óhætt að segja að almennir skattborgarar borgi fyrir notkunina að miklu leyti,“ segir hann. Álfgeir bendir á félagslegar aðstæður í heimafylki sínu Vestur-Virginíu þar sem ópíóðafaraldurinn er einstaklega erfiður viðureignar. „Þar hefur lengi verið einhæfur iðnaður, kolanámugröftur. Iðnaður sem menningarlega á margt sameiginlegt með sjómennsku á Íslandi. Það er borin mikil virðing fyrir námuverkamönnum sem leggja mikið á sig, leggja heilsu sína að veði.ccccKolanámuiðnaðurinn er nú hruninn, þörf fyrir kol hefur minnkað og aðferðir við vinnslu breyst. Það er minni þörf fyrir mannafla og meira um stórvirkar vinnuvélar. Fyrir vikið eru margir bæir og samfélög í niðurbroti. Þar er ekki mikið fyrir fólk að hafa og erfiðar félagslegar aðstæður. Í einmitt þessum bæjum hefur grasserað gríðarleg neysla og fíkn,“ segir Álfgeir og tekur dæmi um tvo smábæi í Vestur-Virginíu, fylkinu sem hann býr í, Williamson og Kermit. „Í Williamson búa um 3.000 manns og á rúmum áratug hafa tvö apótek í bænum leyst út 20,8 milljón töflur af ávanabindandi og róandi lyfjum. Það eru 6.500 töflur á hvern íbúa bæjarins, menn, konur og börn. Í annan bæ, Kermit, þar sem dauðsföll eru mörg vegna ópíóðalyfja, voru sendar 9 milljón töflur. Í eitt apótek. Þetta voru þessi þrjú lyfjadreifingarfyrirtæki sem ég nefndi áður,“ segir Álfgeir frá. „Það verða til svo kallaðar pillumyllur í þessum bæjum. Þar sem starfa óheiðarlegir læknar sem skrifa út ómælt magn af töflunum og taka svo hluta söluágóðans,“ segir Álfgeir.Bandarísk heilbrigðisyfirvöld réðust í aðgerðir til að reyna að sporna við ástandinu en mega sín lítils. Þó að ávísanir á OxyContin séu færri hefur lyfjafíkn leitt fólk á svartan markað fyrir lyfseðilsskyld lyf og ódýrt heróín. American Society of Addiction Medicine segir fjóra af fimm sem prófa heróín hafa byrjað neyslu sína á lyfseðilsskyldum lyfjum. „Það er bara lógískt að fólk færi sig yfir í heróín. Það er orðið háð sterkum ópíóðum. Svarti markaðurinn sér sér auðvitað leik á borði þegar yfirvöld draga úr lyfjaávísunum. Efnið skiptir fíkilinn ekki meginmáli,“ segir Álfgeir og varar við svipaðri þróun hér. „Þessi tilhneiging er að færast yfir til Evrópu. Og eitt af því sem ég hef tekið eftir af því ég hef rannsakað vímuefnaneyslu ungs fólks í mörg ár á Íslandi. Það er að viðhorf þeirra er ekkert ólíkt því sem er hér í Bandaríkjunum. Fólk heima á Íslandi hefur einnig tilhneigingu til að horfa á lyfseðilsskyld lyf með öðrum hætti. Þegar raunverulega er hægt að færa rök fyrir því að slík lyf séu hættulegri en þau ólöglegu. Þau eru af fullum styrkleika og ekki búið að drýgja þau til sölu. Það þarf að vinna í rót vandans, það þarf að breyta lyfjamenningunni og það þarf að þróa fleiri og betri meðferðarúrræði fyrir þá sem hafa ánetjast ávanabindandi lyfjum,“ segir Álfgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Sjá meira