Draumasumar ofnæmispésans á Suðvesturlandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. júlí 2018 12:45 Slegið í Grindavík með frjálsri aðferð í síðustu viku. Fréttablaðið/Eyþór Eins og alþjóð veit hefur sumarið ekki leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins þetta sumarið. Mikil úrkoma og kuldi hefur meðal annars haft þau áhrif að Íslendingar flykkjast í ferðir til suðrænni landa. Veðrið hefur þó ekki verið alslæmt fyrir þá sem þjást af frjókornaofnæmi, þar sem heildarfjöldi frjókorna var mjög lítill á höfuðborgarsvæðinu í júní. Frjó mældust alla daga mánaðarins en í litlu magni. Á Akureyri, þar sem sólskinsstundir voru 15 fleiri en á meðal ári og meðalhiti hærri en síðustu ár mældist heildarfjöldi frjókorna einnig yfir meðallagi. Ellý Renée Guðjohnsen, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að rigningasumarið í Reykjavík fari heldur betur vel í ofnæmispésana.Lítið var um frjó í lofti á höfuðborgarsvæðinu í júní.Náttúrufræðistofnun Íslands„Það fer vel í það hérna suðvestanlands. Það er mjög lítið af frjókornum. Eins og sést þegar styttir upp og hlýnar þá eru frjókorn á ferli en að öðru leyti þá liggja þau niðri,“ segir Ellý í samtali við Vísi.Í hugleiðingum veðurfræðings í morgun er gert ráð fyrir að það hlýni í veðri á vestanverðu landinu í næstu viku og Ellý segir að þá megi gera ráð fyrir að frjókornin fari á kreik. „Ég veit ekki alveg hvernig spáin er út júlí en um leið og veðrið batnar þá verða grasfrjókorn í loftinu.“ Illa hefur gengið að slá gras vegna vætu víða á landinu og Ellý segir að búast megi við töluverðu magni frjókorna í loftinu um leið og það styttir upp og hlýnar, en grasafrjó mælist oftast mest í júlí og ágúst. Það er því betra að slá blettinn um leið og færi gefst. Á vef Astma- og ofnæmisfélags Íslands eru gefin góð ráð gegn frjókornaofnæmi:Hægt er að takmarka gróður í nánasta umhverfi viðkvæmra einstaklinga þó að fæstir vilji hafa malbikaðan garð.Þurrkið ekki þvott á snúru utandyra þegar mikið er af frjókornum í loftinu því að þau setjast í föt og lín.Látið ekki barnavagna standa utandyra og safna í sig frjókornum.Reynið að útiloka plöntur innandyra ef þær valda ofnæmi.Hafir þú ofnæmi fyrir grasi skalt þú reyna að fá einhvern annan til að slá blettinn.Farðu alltaf eftir ráðleggingum læknis um notkun ofnæmislyfja, hafir þú fengið slík lyf. Veður Tengdar fréttir Veðrið hrekur Íslendinga í skyndiferðir á vit sólarinnar Forsvarsmenn ferðaskrifstofa í höfuðborginni segja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum í rigningartíðinni og þá ber á því að fólk panti ferðir með skemmri fyrirvara en ella. Margir virðast einnig sækja í sólina á Austurlandi. 29. júní 2018 13:00 Sólarleysið í borginni komið í heimsfréttirnar Sólarleysið hefur ekki farið framhjá blaðamönnum Guardian og AP sem undanfarna daga hafa fjallað um veðrið á Íslandi. 6. júlí 2018 20:00 Líkur á sól og hlýindum á vestanverðu landinu í næstu viku Lægð suður af landinu gæti blásið austanvindum sem myndu orsaka þurrk og hlýindi á vestanverðu landinu. 9. júlí 2018 10:33 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Eins og alþjóð veit hefur sumarið ekki leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins þetta sumarið. Mikil úrkoma og kuldi hefur meðal annars haft þau áhrif að Íslendingar flykkjast í ferðir til suðrænni landa. Veðrið hefur þó ekki verið alslæmt fyrir þá sem þjást af frjókornaofnæmi, þar sem heildarfjöldi frjókorna var mjög lítill á höfuðborgarsvæðinu í júní. Frjó mældust alla daga mánaðarins en í litlu magni. Á Akureyri, þar sem sólskinsstundir voru 15 fleiri en á meðal ári og meðalhiti hærri en síðustu ár mældist heildarfjöldi frjókorna einnig yfir meðallagi. Ellý Renée Guðjohnsen, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að rigningasumarið í Reykjavík fari heldur betur vel í ofnæmispésana.Lítið var um frjó í lofti á höfuðborgarsvæðinu í júní.Náttúrufræðistofnun Íslands„Það fer vel í það hérna suðvestanlands. Það er mjög lítið af frjókornum. Eins og sést þegar styttir upp og hlýnar þá eru frjókorn á ferli en að öðru leyti þá liggja þau niðri,“ segir Ellý í samtali við Vísi.Í hugleiðingum veðurfræðings í morgun er gert ráð fyrir að það hlýni í veðri á vestanverðu landinu í næstu viku og Ellý segir að þá megi gera ráð fyrir að frjókornin fari á kreik. „Ég veit ekki alveg hvernig spáin er út júlí en um leið og veðrið batnar þá verða grasfrjókorn í loftinu.“ Illa hefur gengið að slá gras vegna vætu víða á landinu og Ellý segir að búast megi við töluverðu magni frjókorna í loftinu um leið og það styttir upp og hlýnar, en grasafrjó mælist oftast mest í júlí og ágúst. Það er því betra að slá blettinn um leið og færi gefst. Á vef Astma- og ofnæmisfélags Íslands eru gefin góð ráð gegn frjókornaofnæmi:Hægt er að takmarka gróður í nánasta umhverfi viðkvæmra einstaklinga þó að fæstir vilji hafa malbikaðan garð.Þurrkið ekki þvott á snúru utandyra þegar mikið er af frjókornum í loftinu því að þau setjast í föt og lín.Látið ekki barnavagna standa utandyra og safna í sig frjókornum.Reynið að útiloka plöntur innandyra ef þær valda ofnæmi.Hafir þú ofnæmi fyrir grasi skalt þú reyna að fá einhvern annan til að slá blettinn.Farðu alltaf eftir ráðleggingum læknis um notkun ofnæmislyfja, hafir þú fengið slík lyf.
Veður Tengdar fréttir Veðrið hrekur Íslendinga í skyndiferðir á vit sólarinnar Forsvarsmenn ferðaskrifstofa í höfuðborginni segja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum í rigningartíðinni og þá ber á því að fólk panti ferðir með skemmri fyrirvara en ella. Margir virðast einnig sækja í sólina á Austurlandi. 29. júní 2018 13:00 Sólarleysið í borginni komið í heimsfréttirnar Sólarleysið hefur ekki farið framhjá blaðamönnum Guardian og AP sem undanfarna daga hafa fjallað um veðrið á Íslandi. 6. júlí 2018 20:00 Líkur á sól og hlýindum á vestanverðu landinu í næstu viku Lægð suður af landinu gæti blásið austanvindum sem myndu orsaka þurrk og hlýindi á vestanverðu landinu. 9. júlí 2018 10:33 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Veðrið hrekur Íslendinga í skyndiferðir á vit sólarinnar Forsvarsmenn ferðaskrifstofa í höfuðborginni segja greinilega aukningu í sölu á utanlandsferðum í rigningartíðinni og þá ber á því að fólk panti ferðir með skemmri fyrirvara en ella. Margir virðast einnig sækja í sólina á Austurlandi. 29. júní 2018 13:00
Sólarleysið í borginni komið í heimsfréttirnar Sólarleysið hefur ekki farið framhjá blaðamönnum Guardian og AP sem undanfarna daga hafa fjallað um veðrið á Íslandi. 6. júlí 2018 20:00
Líkur á sól og hlýindum á vestanverðu landinu í næstu viku Lægð suður af landinu gæti blásið austanvindum sem myndu orsaka þurrk og hlýindi á vestanverðu landinu. 9. júlí 2018 10:33