Tólf ár í dag síðan að Zidane skallaði Materazzi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2018 14:30 Marco Materazzi liggur í grasinu eftir að Zinedine Zidane skallaði hann. Vísir/Getty Zinedine Zidane heldur örugglega ekki upp á þennan 9. júlí en það er allt eins líklegt að Ítalinn Marco Materazzi opni flösku í tilefni dagsins. 9. júlí 2006 endaði draumaendir knattspyrnuferils Frakkans Zinedine Zidane á algjörri martröð eftir samskipti við ítalska miðvörðinn. Í dag eru nefnilega tólf ár síðan að Zinedine Zidane lét reka sig útaf með rautt spjald í úrslitaleik HM í Þýskalandi sem var á milli Frakklands og Ítalíu á Ólympíuleikvanginum í Berlín.On this day in 2006, Zinedine Zidane was sent off for headbutting Marco Materazzi as Italy claimed their fourth World Cup title. pic.twitter.com/HyG6GloPTF — ESPN FC (@ESPNFC) July 9, 2018 Zinedine Zidane var búinn að eiga frábært heimsmeistaramóti með franska landsliðinu og var á góðri leið með að verða heimsmeistari í annað skiptið á ferlinum. Zidane hafði meðal annars komið Frökkum í 1-0 með marki úr víti á 7. mínútu en Marco Materazzi jafnaði metin tólf mínútum síðar. Þannig var staðan við lok venjulegs leiktíma og þannig var staðan á 110. mínútu leiksins þegar það sauð upp úr hjá Zinedine Zidane. Milljónir sjónvarpsáhorfenda út um allan heim áttuðu sig ekki fyrst á því hvað hafði gerðist en það fyrsta sem sást var þegar Marco Materazzi lá emjandi í grasinu.ON THIS DAY: 12 years ago... Zinedine Zidane headbutted Marco Materazzi in the World Cup final. His last ever match. pic.twitter.com/hEC93kXLOB — bet365 (@bet365) July 9, 2018 Endursýningarnar sýndu síðan hvað hafði í raun gerst. Zinedine Zidane hafði skallað í Marco Materazzi í brjóstkassann eftir einhver orðasamskipti þeirra á milli. Argentínski dómarinn Horacio Elizondo sá ekki atikvið en fékk hjálp frá einum aðstoðarmanna sinni og lyfti réttilega rauða spjaldinu. Zinedine Zidane fór því snemma í sturtu og dramatíkin var í hæstu hæðum þegar franski knattspyrnusnillingurinn gekk framhjá HM-bikarnum á hliðarlínunni. Marco Materazzi og félagar í ítalska landsliðinu tryggðu sér síðan heimsmeistaratitilinn með því að vinna vítaspyrnukeppnina 5-3. Frakkarnir þurftu ekki að taka síðustu vítaspyrnuna sína, spyrnu sem Zinedine Zidane hefði líklega tekið ef hann hefði ekki fengið rauða spjald. Atvikið á milli Zinedine Zidane og Marco Materazzi stal sviðsljósinu næstu dagana á eftir enda skildu fáir í því hvernig Zidane gat brugðist svona illa við. Hvað sagði eiginlega við Materazzi hann? Áratug síðar viðurkenndi Marco Materazzi loksins hvað hann sagði við Zinedine Zidane til að ná honum svona upp. Hann talaði víst ósmekklega um systur Zinedine Zidane. Materazzi sagði að það hafi verið heimskulegt að segja þetta en jafnframt að hann hafi ekki átti þessi viðbrögð skilið.ON THIS DAY: 2006 - Zinedine Zidane headbutts Marco Materazzi in the world cup final. Italy go on to win 5-3 on penalties, in Zidane's last ever game!#worldcuppic.twitter.com/A5FXbMnUUn — Stephen Howson (@MrStephenHowson) July 9, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Sjá meira
Zinedine Zidane heldur örugglega ekki upp á þennan 9. júlí en það er allt eins líklegt að Ítalinn Marco Materazzi opni flösku í tilefni dagsins. 9. júlí 2006 endaði draumaendir knattspyrnuferils Frakkans Zinedine Zidane á algjörri martröð eftir samskipti við ítalska miðvörðinn. Í dag eru nefnilega tólf ár síðan að Zinedine Zidane lét reka sig útaf með rautt spjald í úrslitaleik HM í Þýskalandi sem var á milli Frakklands og Ítalíu á Ólympíuleikvanginum í Berlín.On this day in 2006, Zinedine Zidane was sent off for headbutting Marco Materazzi as Italy claimed their fourth World Cup title. pic.twitter.com/HyG6GloPTF — ESPN FC (@ESPNFC) July 9, 2018 Zinedine Zidane var búinn að eiga frábært heimsmeistaramóti með franska landsliðinu og var á góðri leið með að verða heimsmeistari í annað skiptið á ferlinum. Zidane hafði meðal annars komið Frökkum í 1-0 með marki úr víti á 7. mínútu en Marco Materazzi jafnaði metin tólf mínútum síðar. Þannig var staðan við lok venjulegs leiktíma og þannig var staðan á 110. mínútu leiksins þegar það sauð upp úr hjá Zinedine Zidane. Milljónir sjónvarpsáhorfenda út um allan heim áttuðu sig ekki fyrst á því hvað hafði gerðist en það fyrsta sem sást var þegar Marco Materazzi lá emjandi í grasinu.ON THIS DAY: 12 years ago... Zinedine Zidane headbutted Marco Materazzi in the World Cup final. His last ever match. pic.twitter.com/hEC93kXLOB — bet365 (@bet365) July 9, 2018 Endursýningarnar sýndu síðan hvað hafði í raun gerst. Zinedine Zidane hafði skallað í Marco Materazzi í brjóstkassann eftir einhver orðasamskipti þeirra á milli. Argentínski dómarinn Horacio Elizondo sá ekki atikvið en fékk hjálp frá einum aðstoðarmanna sinni og lyfti réttilega rauða spjaldinu. Zinedine Zidane fór því snemma í sturtu og dramatíkin var í hæstu hæðum þegar franski knattspyrnusnillingurinn gekk framhjá HM-bikarnum á hliðarlínunni. Marco Materazzi og félagar í ítalska landsliðinu tryggðu sér síðan heimsmeistaratitilinn með því að vinna vítaspyrnukeppnina 5-3. Frakkarnir þurftu ekki að taka síðustu vítaspyrnuna sína, spyrnu sem Zinedine Zidane hefði líklega tekið ef hann hefði ekki fengið rauða spjald. Atvikið á milli Zinedine Zidane og Marco Materazzi stal sviðsljósinu næstu dagana á eftir enda skildu fáir í því hvernig Zidane gat brugðist svona illa við. Hvað sagði eiginlega við Materazzi hann? Áratug síðar viðurkenndi Marco Materazzi loksins hvað hann sagði við Zinedine Zidane til að ná honum svona upp. Hann talaði víst ósmekklega um systur Zinedine Zidane. Materazzi sagði að það hafi verið heimskulegt að segja þetta en jafnframt að hann hafi ekki átti þessi viðbrögð skilið.ON THIS DAY: 2006 - Zinedine Zidane headbutts Marco Materazzi in the world cup final. Italy go on to win 5-3 on penalties, in Zidane's last ever game!#worldcuppic.twitter.com/A5FXbMnUUn — Stephen Howson (@MrStephenHowson) July 9, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Sjá meira