Þjálfari Króata: Við stoppuðum Messi og ráðum því alveg við Kane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2018 11:30 Harry Kane. Vísir/Getty Zlatko Dalic, þjálfari Króata, hefur gert frábæra hluti með landsliðið á HM í fótbolta í Rússlandi og komið því í undanúrslitin í fyrsta sinn í tuttugu ár. Króatía mætir Englandi í undanúrslitaleiknum á miðvikudaginn en þjálfari Króata hefur ekki áhyggjur af því að mæta markahæsta leikmanni keppninnar, Harry Kane. Dalic talaði samt vel um enska landsliðið á blaðamannafundi og sagði ekki sjá neina augljósa veikleika hjá liðinu. Hann sagði mesta ógnina vera í þeim Harry Kane og Raheem Sterling. BBC segir frá. „Við höfum trú á okkar styrkleikum og við erum ekki hræddir við England,“ sagði Zlatko Dalic. Hann var spurður út í Harry Kane sem hefur skorað 6 mörk á HM í Rússlandi. „Hann [Kane] er markhæstur og það er ekki auðvelt að stoppa hann. Við erum hinsvegar með tvo topp miðverði. Okkur tókst að stoppa [Lionel] Messi og [Christian] Eriksen og ráðum því vonandi við Kane líka,“ sagði Dalic. „Enska liðið hefur sýnt það í sínum leikjum og það spilar beinskeyttan fótbolta og að þeir búa yfir miklum hraða. Þeir eru mjög öflugir í föstum leikatriðum og hávöxnu leikmenn þeirra eru mjög hættulegir í hornspyrnum,“ sagði Dalic. Raheem Sterling hefur fengið á sig gagnrýni en hann fékk hrós frá króatíska þjálfaranum. „Ég tel að Raheem Sterling sé mjög mikilvægur leikmaður fyrir enska liðið af því að hann er mjög fljótur og samvinna hans við Harry Kane skapar hættu,“ sagði Dalic. „Þeir réðu auðveldlega við Svíana og við vitum því að við erum að fara inn í mjög erfiðan leik. Við trúm samt á okkar styrkleika og hræðumst engan, hvort sem það sé England eða eitthvað annað lið,“ sagði Dalic. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leik lokið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Sjá meira
Zlatko Dalic, þjálfari Króata, hefur gert frábæra hluti með landsliðið á HM í fótbolta í Rússlandi og komið því í undanúrslitin í fyrsta sinn í tuttugu ár. Króatía mætir Englandi í undanúrslitaleiknum á miðvikudaginn en þjálfari Króata hefur ekki áhyggjur af því að mæta markahæsta leikmanni keppninnar, Harry Kane. Dalic talaði samt vel um enska landsliðið á blaðamannafundi og sagði ekki sjá neina augljósa veikleika hjá liðinu. Hann sagði mesta ógnina vera í þeim Harry Kane og Raheem Sterling. BBC segir frá. „Við höfum trú á okkar styrkleikum og við erum ekki hræddir við England,“ sagði Zlatko Dalic. Hann var spurður út í Harry Kane sem hefur skorað 6 mörk á HM í Rússlandi. „Hann [Kane] er markhæstur og það er ekki auðvelt að stoppa hann. Við erum hinsvegar með tvo topp miðverði. Okkur tókst að stoppa [Lionel] Messi og [Christian] Eriksen og ráðum því vonandi við Kane líka,“ sagði Dalic. „Enska liðið hefur sýnt það í sínum leikjum og það spilar beinskeyttan fótbolta og að þeir búa yfir miklum hraða. Þeir eru mjög öflugir í föstum leikatriðum og hávöxnu leikmenn þeirra eru mjög hættulegir í hornspyrnum,“ sagði Dalic. Raheem Sterling hefur fengið á sig gagnrýni en hann fékk hrós frá króatíska þjálfaranum. „Ég tel að Raheem Sterling sé mjög mikilvægur leikmaður fyrir enska liðið af því að hann er mjög fljótur og samvinna hans við Harry Kane skapar hættu,“ sagði Dalic. „Þeir réðu auðveldlega við Svíana og við vitum því að við erum að fara inn í mjög erfiðan leik. Við trúm samt á okkar styrkleika og hræðumst engan, hvort sem það sé England eða eitthvað annað lið,“ sagði Dalic.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leik lokið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn