Fótbolti

Hart spilaði krikket frekar en að horfa á England spila

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hart í leik með West Ham á síðasta tímabili þar sem hann var afar mistækur.
Hart í leik með West Ham á síðasta tímabili þar sem hann var afar mistækur. vísir/getty
Enski markvörðurinn Joe Hart var ekki valinn í leikmannahóp enska landsliðsins sem fór á HM í Rússlandi en Hart var ekki valinn einn af þremur markvörðum Englands á mótinu.

Hart átti erfitt tímabil hjá West Ham en hann var meðal annars orðinn varamaður undir lok leiktíðarinnar. Hart hefur átt erfið ár og dottið úr enska landsliðinu.

Hann hefur ekki leikið landsleik síðan í nóvember á síðasta ári er England gerði markalaust jafntefli við Brasilíu. Hann stóð eins og flestir vita í markinu er Ísland vann England á EM 2016.

Hart virðist hafa lítinn sem engan áhuga á að horfa á sínu gömlu liðsfélaga spila á HM því hann skellti sér frekar í krikket en að horfa á England spila gegn Svíþjóð í átta liða úrslitunum á HM.

Hann spilaði fyrir Shrewsbury í krikket leik í Birmingham-úrvalsdeildinni en þar var Hart að spila með félögum sínum. Hann er alinn upp í Shrewsbury þar sem hann spilaði krikket áður en hann einbeitti sér að knattspyrnunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×