Kjaramál heilbrigðisstétta Gunnar Helgason skrifar 9. júlí 2018 06:00 Aðferðir Íslendinga til þess að ná fram niðurstöðu í kjaradeilum eru meingallaðar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í fréttum Stöðvar 2 þegar rætt var við hann um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Ljósmæður hafa hætt störfum á Landspítala og fleiri hafa sagt upp störfum. Neyðaráætlun hefur tekið gildi á Landspítala og verkefnum er komið yfir á aðrar stofnanir þar sem ljósmæður eru enn starfandi. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst um miðjan mánuðinn, nákvæmlega 10 árum eftir að rétt náðist að afstýra sambærilegu yfirvinnubanni hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu í sambærilegri kjaradeilu. Íslenskum stjórnvöldum virðist ofviða að semja um kaup og kjör við heilbrigðisstéttir. Nánast undantekningarlaust þurfa heilbrigðisstéttir að grípa til aðgerða eins og verkfalla til þess að knýja á um að gengið sé til samninga við þær. Hvers vegna er ástandið með þessum hætti og hvers vegna eru Íslendingar alltaf að grípa til þessara meingölluðu aðferða eins og fjármálaráðherra segir? Getur ekki verið að skorti á stefnu íslenskra stjórnvalda í heilbrigðismálum, mönnunar- og launamálum heilbrigðisstétta, kynbundnum launamun innan kerfisins og skorti á skýrri starfsmannastefnu sé að einhverju leyti um að kenna? Rétt er að minna á að íslenska ríkið er nánast eini vinnuveitandi flestra heilbrigðismenntaðra kvennastétta. Á Íslandi hefur það sjaldan átt upp á pallborðið að kvennastéttum sem sinna umönnunarstörfum séu greidd laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Að þessu leyti hefur jafnréttisbaráttan náð litlum árangri. Markaðslögmál þar sem samspil framboðs og eftirspurnar ræður launum og launaþróun stétta virðist ekki gilda hjá hinu opinbera þegar kemur að kvennastéttum. Fjármálaráðherra, fjármálaráðuneytinu og Samtökum atvinnulífsins verður tíðrætt um að launaþróun þurfi að vera sambærileg milli stétta. Þessi aðgerð myndi ganga ef allir væru með sambærileg laun í upphafi samanburðar eða hlutlægt mat lægi á bak við launasetningu, en huglægt mat og gamlar hefðir um launasetningu karla og kvenna virðast ráða meiru. Þetta væri einnig gagnleg aðferð ef sama upphafsár væri alltaf notað í slíkum útreikningum. Í kjarasamningum undanfarinna ára hafa íslensk stjórnvöld notast við upphafspunkt sem hentar hverju sinni. Árin 2006 og 2013 hafa verið notuð. SALEK-samkomulag og kjarasamningar 2015 gengu út frá launaþróun 2013. Þann 3. júlí gaf fjármálaráðuneytið út yfirlýsingu um launaþróun ljósmæðra og var árið 2007 þá notað sem upphafsár, væntanlega af því að það hentaði betur. Það að skoða bara launaþróun gefur skakka mynd ef heildarmyndin eða hvað liggur á bak við er ekki skoðað. Launaþróun upp á 30% skilar færri krónum til launamanns sem er með 400 þúsund krónur í laun en þess sem er með 700 þúsund krónur. Það er það sem ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og fleiri heilbrigðismenntaðar kvennastéttir horfa til þegar verið er að meta launahækkanir hjá hinu opinbera. Til að mynda hafa dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga hækkað um 133 þúsund krónur frá árslokum 2014 til ársloka 2017 á meðan t.d. kjararáð, læknar og skurðlæknar hafa fengið um 300 þúsund króna hækkun á dagvinnulaun að meðaltali, ofan á laun sem fyrir voru mun hærri en hjúkrunarfræðinga. Ljósmæður hafa notið lakari launaþróunar en aðrir opinberir starfsmenn bæði hvað varðar prósentur og krónur, það sýna gögn fjármálaráðuneytisins. Reikningsæfingar eins og fjármálaráðuneytið grípur til í yfirlýsingu sinni þann 3. júlí breyta litlu þar um. Það að lengja tímabilið sem skoðað er eða notast við upphafspunkt sem ekki hefur verið notaður í neinum samanburði gagnast lítið. Samtal ALLRA aðila á vinnumarkaði um það hvernig eigi að meta störf, menntun, ábyrgð, álag og umfang væri ágætis byrjun til þess að þróa nýjar aðferðir til þess að leiða kjaradeildur til lykta á Íslandi. Síðan mætti reikna launaþróun út frá því. Vilji til þess að taka slíkt samtal virðist ekki vera til staðar, í það minnsta hefur hjúkrunarfræðingum ekki verið boðið í þá umræðu en þeir eru alltaf reiðubúnir til samtals. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Aðferðir Íslendinga til þess að ná fram niðurstöðu í kjaradeilum eru meingallaðar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í fréttum Stöðvar 2 þegar rætt var við hann um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Ljósmæður hafa hætt störfum á Landspítala og fleiri hafa sagt upp störfum. Neyðaráætlun hefur tekið gildi á Landspítala og verkefnum er komið yfir á aðrar stofnanir þar sem ljósmæður eru enn starfandi. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst um miðjan mánuðinn, nákvæmlega 10 árum eftir að rétt náðist að afstýra sambærilegu yfirvinnubanni hjúkrunarfræðinga hjá ríkinu í sambærilegri kjaradeilu. Íslenskum stjórnvöldum virðist ofviða að semja um kaup og kjör við heilbrigðisstéttir. Nánast undantekningarlaust þurfa heilbrigðisstéttir að grípa til aðgerða eins og verkfalla til þess að knýja á um að gengið sé til samninga við þær. Hvers vegna er ástandið með þessum hætti og hvers vegna eru Íslendingar alltaf að grípa til þessara meingölluðu aðferða eins og fjármálaráðherra segir? Getur ekki verið að skorti á stefnu íslenskra stjórnvalda í heilbrigðismálum, mönnunar- og launamálum heilbrigðisstétta, kynbundnum launamun innan kerfisins og skorti á skýrri starfsmannastefnu sé að einhverju leyti um að kenna? Rétt er að minna á að íslenska ríkið er nánast eini vinnuveitandi flestra heilbrigðismenntaðra kvennastétta. Á Íslandi hefur það sjaldan átt upp á pallborðið að kvennastéttum sem sinna umönnunarstörfum séu greidd laun í samræmi við ábyrgð í starfi. Að þessu leyti hefur jafnréttisbaráttan náð litlum árangri. Markaðslögmál þar sem samspil framboðs og eftirspurnar ræður launum og launaþróun stétta virðist ekki gilda hjá hinu opinbera þegar kemur að kvennastéttum. Fjármálaráðherra, fjármálaráðuneytinu og Samtökum atvinnulífsins verður tíðrætt um að launaþróun þurfi að vera sambærileg milli stétta. Þessi aðgerð myndi ganga ef allir væru með sambærileg laun í upphafi samanburðar eða hlutlægt mat lægi á bak við launasetningu, en huglægt mat og gamlar hefðir um launasetningu karla og kvenna virðast ráða meiru. Þetta væri einnig gagnleg aðferð ef sama upphafsár væri alltaf notað í slíkum útreikningum. Í kjarasamningum undanfarinna ára hafa íslensk stjórnvöld notast við upphafspunkt sem hentar hverju sinni. Árin 2006 og 2013 hafa verið notuð. SALEK-samkomulag og kjarasamningar 2015 gengu út frá launaþróun 2013. Þann 3. júlí gaf fjármálaráðuneytið út yfirlýsingu um launaþróun ljósmæðra og var árið 2007 þá notað sem upphafsár, væntanlega af því að það hentaði betur. Það að skoða bara launaþróun gefur skakka mynd ef heildarmyndin eða hvað liggur á bak við er ekki skoðað. Launaþróun upp á 30% skilar færri krónum til launamanns sem er með 400 þúsund krónur í laun en þess sem er með 700 þúsund krónur. Það er það sem ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og fleiri heilbrigðismenntaðar kvennastéttir horfa til þegar verið er að meta launahækkanir hjá hinu opinbera. Til að mynda hafa dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga hækkað um 133 þúsund krónur frá árslokum 2014 til ársloka 2017 á meðan t.d. kjararáð, læknar og skurðlæknar hafa fengið um 300 þúsund króna hækkun á dagvinnulaun að meðaltali, ofan á laun sem fyrir voru mun hærri en hjúkrunarfræðinga. Ljósmæður hafa notið lakari launaþróunar en aðrir opinberir starfsmenn bæði hvað varðar prósentur og krónur, það sýna gögn fjármálaráðuneytisins. Reikningsæfingar eins og fjármálaráðuneytið grípur til í yfirlýsingu sinni þann 3. júlí breyta litlu þar um. Það að lengja tímabilið sem skoðað er eða notast við upphafspunkt sem ekki hefur verið notaður í neinum samanburði gagnast lítið. Samtal ALLRA aðila á vinnumarkaði um það hvernig eigi að meta störf, menntun, ábyrgð, álag og umfang væri ágætis byrjun til þess að þróa nýjar aðferðir til þess að leiða kjaradeildur til lykta á Íslandi. Síðan mætti reikna launaþróun út frá því. Vilji til þess að taka slíkt samtal virðist ekki vera til staðar, í það minnsta hefur hjúkrunarfræðingum ekki verið boðið í þá umræðu en þeir eru alltaf reiðubúnir til samtals.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun