Elías Már Ómarsson lagði upp eina mark Gautaborgar er liðið tapaði 3-1 fyrir Kalmar á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Sjöunda tap Gautaborgar í tólf leikjum.
Elías Már spilaði fyrstu 75 mínútur leiksins en Kalmar komst í 3-0 eftir 70 mínútur. Keflvíkingurinn lagði upp mark fyrir Amin Affane á 73. mínútu.
Gautaborg hefur ekki farið vel af stað á þessu tímabili. Liðið er einungis í tólfa sæti deildarinnar með þrettán stig, þremur stigum frá fallsæti.
Íslendingarliðið Norrköping gerði 1-1 jafntefli í toppslag við Djurgården. Jón Guðni Fjóluson og Guðmundur Þórarinsson spiluðu allan leikinn en Arnór Sigurðsson var tekinn af velli á 64. mínútu.
Norrköping er að gera góða hluti. Liðið er í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig, þremur stigum á eftir toppliði AIK og á leik til góða. Djurgården er í fjórða sætinu með 21 stig.

