Fótbolti

Hierro hættir sem þjálfari spænska landsliðsins

Einar Sigurvinsson skrifar
Fernando Hierro.
Fernando Hierro. getty
Spænska knattspyrnusambandið hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að Fernando Hierro muni ekki halda áfram störfum sem þjálfari spænska landsliðsins.

Spánn féll óvænt úr leik í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins þegar liðið tapaði fyrir heimamönnum í Rússlandi í vítaspyrnukeppni, en Spánn er 60 sætum ofar á styrkleikalista FIFA.

Hierro tók við liðinu nokkrum dögum fyrir fyrsta leik Spánar á mótinu, en Julen Lopetegui var sagt upp störfum eftir að hafa gefið það út að hann myndi taka við liði Real Madrid eftir að heimsmeistaramótinu lyki.

„Eftir að hafa gengið fjölmarga kílómetra saman hefur Konunglega knattspyrnusamband Spánar og Fernando Hierro ákveðið að binda enda á samstarf sitt eftir að heimsmeistaramótinu í Rússlandi lýkur,“ segir í yfirlýsingu sambandsins.

„Sambandið vill undirstrika fagmennsku og persónuleg gæði stórbrotins íþróttamanns sem vill öllum hið besta. Takk fyrir allt, Fernando.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×