Fótbolti

Fern­and­in­ho hótað lífláti eftir sjálfsmarkið

Einar Sigurvinsson skrifar
Fern­and­in­ho eftir tapið gegn Belgíu.
Fern­and­in­ho eftir tapið gegn Belgíu. getty
Fern­and­in­ho, miðjumaður brasilíska landsliðsins og Englandsmeistara Manchester City hefur fengið holskeflu rasískra ummæla og líflátshótana á samfélagsmiðlum. Brasilía féll úr leik eftir 2-1 tap fyrir Belgíu í 8-liða úrslitum HM á föstudaginn, en Fern­and­in­ho skoraði sjálfsmark í leiknum .

Eiginkona Fern­and­in­ho og móðir hans hafa einnig þurft að þola persónulegar árásir og hafa þær báðar lokað samfélagsmiðlasíðum sínum í kjölfarið.

Fjölmargir hafa þó komið Fern­and­in­ho til varnar og hefur mynd með skilaboðunum um að ekkert geti réttlætt rasisma verið dreift víða á samfélagsmiðlum í kjölfar þessa.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×