Þakklátir þjálfaranum fyrir að sjá um drengina í hellinum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2018 23:30 Fjölmargir hafa beðið fyrir utan hellakerfið til að fá fregnir og sýna stuðning. Vísir/Getty Foreldrar drengjanna sem fastir hafa verið í hellinum í Taílandi undanfarna eru margir hverjir þakklátir þjálfara þeirra fyrir hvernig hann hefur séð um þá á meðan þeir bíða eftir björgun. Hann var í þjálfun til þess að verða munkur, áður en hann yfirgaf klaustrið til þess að sjá um veika ömmu sína.Fjallað er um þjálfarann, hinn 25 ára gamla Ekapol Chanthawong, á vef Washington Post undir yfirskriftinni „Hvernig hinn 25 ára gamli fyrrverandi munkur hefur haldið taílenska knattspyrnuliðinu á lífi.“Þeirri spurningu hefur verið varpað fram hvort að Ekapol beri ábyrgð á því að drengirnir séu fastir í hellinum þar sem hann hafi haft umsjón með þeim í ferðinni örlagaríku.Í frétt Washington Post kemur þó fram að ekki séu allir á þeirri skoðun, og allar síst sumir af foreldrum drengjanna.„Ef hann hefði ekki farið með þeim, hvað hefði þá orðið um barnið mitt,“ er haft eftir Pornchai Khamluang úr viðtali við taílenska sjónvarpsstöð. „Þegar hann kemur út þá verðum við að græða hjarta hans. Minn kæri Ek, ég gæti aldrei kennt þér um.“Þessari mynd hefur verið deilt víða.Litið á hann sem guðlegt afl Ekapol er sagður vera einn af þeim sem er hvað mest veikburða eftir hátt í tveggja vikna dvöl í heillinum, ekki síst vegna þess að hann lét drengjunum eftir það takmarkaða magn af mat og vatni sem þeir höfðu meðferðis inn í hellinn. Þá hefur hann einnig kennt drengjunum að hugleiða og hvernig þeir ættu að haga sér til þess að spara sem mesta orku áður en þeir fundust.Í frétt Washinton Post er meðal annars tekið fram að margir í Taílandi líti á Ekapol sem nánast guðlegt afl sem sendur hafi verið til þess að taka drengina undir sinn verndarvæng á meðan þeir dvelji í hellinum. Til marks um það megi nefna mynd sem dreift hefur verið víða og sjá má hér til hlíðar. Hún sýnir Ekapol sitjandi með fæturnar krosslagðar, líkt og munkur, með tólf litla villigelti í örmum sínum.„Hann elskaði þá meira en sjálfa sig,“ segir vinkona hans Joy Khampai í samtali við Washington Post en Ekapol starfaði sem aðstoðarþjálfari knattspyrnuliðs drengjanna en einnigsem aðstoðarmaður í klaustri. Baðst afsökunar og lofaði að sjá um drengina Rætt er við yfirþjálfara liðsins sem segir að Ekapol hafi aðstoðað sig við að búa til þjálfunarkerfi þar sem reynt var að tengja saman árangur á knattspyrnuvellinum við árangur í skóla. Fengu drengirnir til að mynda umbun í formi skópara og búninga tækist þeim að ná fyrirfram ákveðnum árangri á skólabekk. „Ég lofa að sjá eins vel og hægt er um strákana. Ég vil þakka ykkur fyrir stuðninginn og ég vil biðjast afsökunar,“ skrifaði Ekapol til foreldra drengjanna sem kafarar komu með úr hellinum í dag. Enn er óvíst hvenær hægt verður að bjarga drengjunum og þjálfaranum úr hellinum en kafarar hafa sagt að næstu dagar séu besti tíminn til þess að reyna að ná þeim út áður en rignir meira. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Björgunarmenn segjast í stríði við tímann og vatnið Aðstæður til að bjarga drengjunum eru sagðar hvað bestar næstu 3-4 dagana. 7. júlí 2018 11:09 Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. 6. júlí 2018 23:15 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Foreldrar drengjanna sem fastir hafa verið í hellinum í Taílandi undanfarna eru margir hverjir þakklátir þjálfara þeirra fyrir hvernig hann hefur séð um þá á meðan þeir bíða eftir björgun. Hann var í þjálfun til þess að verða munkur, áður en hann yfirgaf klaustrið til þess að sjá um veika ömmu sína.Fjallað er um þjálfarann, hinn 25 ára gamla Ekapol Chanthawong, á vef Washington Post undir yfirskriftinni „Hvernig hinn 25 ára gamli fyrrverandi munkur hefur haldið taílenska knattspyrnuliðinu á lífi.“Þeirri spurningu hefur verið varpað fram hvort að Ekapol beri ábyrgð á því að drengirnir séu fastir í hellinum þar sem hann hafi haft umsjón með þeim í ferðinni örlagaríku.Í frétt Washington Post kemur þó fram að ekki séu allir á þeirri skoðun, og allar síst sumir af foreldrum drengjanna.„Ef hann hefði ekki farið með þeim, hvað hefði þá orðið um barnið mitt,“ er haft eftir Pornchai Khamluang úr viðtali við taílenska sjónvarpsstöð. „Þegar hann kemur út þá verðum við að græða hjarta hans. Minn kæri Ek, ég gæti aldrei kennt þér um.“Þessari mynd hefur verið deilt víða.Litið á hann sem guðlegt afl Ekapol er sagður vera einn af þeim sem er hvað mest veikburða eftir hátt í tveggja vikna dvöl í heillinum, ekki síst vegna þess að hann lét drengjunum eftir það takmarkaða magn af mat og vatni sem þeir höfðu meðferðis inn í hellinn. Þá hefur hann einnig kennt drengjunum að hugleiða og hvernig þeir ættu að haga sér til þess að spara sem mesta orku áður en þeir fundust.Í frétt Washinton Post er meðal annars tekið fram að margir í Taílandi líti á Ekapol sem nánast guðlegt afl sem sendur hafi verið til þess að taka drengina undir sinn verndarvæng á meðan þeir dvelji í hellinum. Til marks um það megi nefna mynd sem dreift hefur verið víða og sjá má hér til hlíðar. Hún sýnir Ekapol sitjandi með fæturnar krosslagðar, líkt og munkur, með tólf litla villigelti í örmum sínum.„Hann elskaði þá meira en sjálfa sig,“ segir vinkona hans Joy Khampai í samtali við Washington Post en Ekapol starfaði sem aðstoðarþjálfari knattspyrnuliðs drengjanna en einnigsem aðstoðarmaður í klaustri. Baðst afsökunar og lofaði að sjá um drengina Rætt er við yfirþjálfara liðsins sem segir að Ekapol hafi aðstoðað sig við að búa til þjálfunarkerfi þar sem reynt var að tengja saman árangur á knattspyrnuvellinum við árangur í skóla. Fengu drengirnir til að mynda umbun í formi skópara og búninga tækist þeim að ná fyrirfram ákveðnum árangri á skólabekk. „Ég lofa að sjá eins vel og hægt er um strákana. Ég vil þakka ykkur fyrir stuðninginn og ég vil biðjast afsökunar,“ skrifaði Ekapol til foreldra drengjanna sem kafarar komu með úr hellinum í dag. Enn er óvíst hvenær hægt verður að bjarga drengjunum og þjálfaranum úr hellinum en kafarar hafa sagt að næstu dagar séu besti tíminn til þess að reyna að ná þeim út áður en rignir meira.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Björgunarmenn segjast í stríði við tímann og vatnið Aðstæður til að bjarga drengjunum eru sagðar hvað bestar næstu 3-4 dagana. 7. júlí 2018 11:09 Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. 6. júlí 2018 23:15 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Björgunarmenn segjast í stríði við tímann og vatnið Aðstæður til að bjarga drengjunum eru sagðar hvað bestar næstu 3-4 dagana. 7. júlí 2018 11:09
Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. 6. júlí 2018 23:15