Southgate: Höfum oft vanmetið Svíþjóð en í dag voru gæðin okkar meiri Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júlí 2018 16:34 Það er ástríða í Southgate. vísir/getty Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, var eðlilega himinlifandi með sigur enska landsliðsins gegn Svíum í átta liða úrslitunum á HM. Þeir ensku komnir í undanúrslit. „Við vissum að þetta myndi verða erfiður leikur eftir leikinn gegn Kólumbíu eftir allan þann tilfinningarússíbana og orkuna sem fór í leikinn,” sagði Southgate í leikslok. „Að ná að lyfta okkur aftur upp var öðruvísi verkefni og Svíarnir leyfðu okkur ekkert að spila. Sveigjanleikinn og samstaðan í dag var mjög mikilvæg.” „Við vissum að við myndum hafa boltann mikið en spurningin var hvort við myndum ná að brjóta þá niður. Við vorum með nokkrar leikstöður þar sem við gætum gert það og fengum mörk úr þeim báðum.” Fyrra mark Englands kom úr föstu leikatriði sem Harry Maguire skoraði úr og síðara markið kom eftir skalla Delle Alli eftir fyrirgjöf Jesse Lingaard. „Við skoruðum úr föstu leikatriði því við komumst í góðar stöður á vellinum. Svíþjóð er vel skipulagt lið, þeir gera hlutina erfiða og undanfarin ár höfum við vanmetið þá.” „Í dag var baráttan hjá okkur jöfn þeirra en við höfðum aðeins meiri gæði,” sagði Southgate að lokum sem er að gera frábæra hluti með Englandi. Næst hrósaði Southgate enska hópnum og segir að þetta sé verk þeirra allra, ekki bara þeirra sem hafa spilað leikina. „Þú getur ekki bara gert þetta með ellefu leikmenn. Sumir leikmennirnir hafa ekki spilað mikið en hugur þeirra á æfingum er stór ástæðan fyrir því að við erum í undanúrslitunum. Leikmenn eins og Jones, Cahill og Welbeck.” „Að spila í Moskvu verður ótrúleg upplifun en við vitum ekki hverja við spilum við. Við munum njóta kvöldsins. Það er ekki oft sem þetta gerist en við munum njóta þess.” HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, var eðlilega himinlifandi með sigur enska landsliðsins gegn Svíum í átta liða úrslitunum á HM. Þeir ensku komnir í undanúrslit. „Við vissum að þetta myndi verða erfiður leikur eftir leikinn gegn Kólumbíu eftir allan þann tilfinningarússíbana og orkuna sem fór í leikinn,” sagði Southgate í leikslok. „Að ná að lyfta okkur aftur upp var öðruvísi verkefni og Svíarnir leyfðu okkur ekkert að spila. Sveigjanleikinn og samstaðan í dag var mjög mikilvæg.” „Við vissum að við myndum hafa boltann mikið en spurningin var hvort við myndum ná að brjóta þá niður. Við vorum með nokkrar leikstöður þar sem við gætum gert það og fengum mörk úr þeim báðum.” Fyrra mark Englands kom úr föstu leikatriði sem Harry Maguire skoraði úr og síðara markið kom eftir skalla Delle Alli eftir fyrirgjöf Jesse Lingaard. „Við skoruðum úr föstu leikatriði því við komumst í góðar stöður á vellinum. Svíþjóð er vel skipulagt lið, þeir gera hlutina erfiða og undanfarin ár höfum við vanmetið þá.” „Í dag var baráttan hjá okkur jöfn þeirra en við höfðum aðeins meiri gæði,” sagði Southgate að lokum sem er að gera frábæra hluti með Englandi. Næst hrósaði Southgate enska hópnum og segir að þetta sé verk þeirra allra, ekki bara þeirra sem hafa spilað leikina. „Þú getur ekki bara gert þetta með ellefu leikmenn. Sumir leikmennirnir hafa ekki spilað mikið en hugur þeirra á æfingum er stór ástæðan fyrir því að við erum í undanúrslitunum. Leikmenn eins og Jones, Cahill og Welbeck.” „Að spila í Moskvu verður ótrúleg upplifun en við vitum ekki hverja við spilum við. Við munum njóta kvöldsins. Það er ekki oft sem þetta gerist en við munum njóta þess.”
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira