Davíð Þór: Við erum bara þannig lið að við gefumst ekki upp Ívar Kristinn Jasonarson skrifar 7. júlí 2018 16:15 Davíð Þór snéri aftur í dag eftir leikbann. vísir/stefán „Ég er mjög sáttur með þessi stig. Við þurftum að hafa mikið fyrir þeim á móti mjög góðu Grindavíkurliði,“ sagði fyrirliði FH-inga, Davíð Þór Viðarsson, eftir sigurleikinn gegn Grindavík í 12. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Davíð Þór sagði spilamennsku sinna manna ekki hafa verið nógu góða í dag. „Mér fannst vanta smá ákefð og kraft. Í seinni hálfleik, þegar þeir skora 2-1, þá héldum við boltanum nánast ekki neitt sem á að vera okkar helsti styrkur. Við urðum of stressaðir og fórum að hugsa of mikið um að verja forskotið. Það gerði það að verkum að við komumst varla fram yfir miðju síðustu tíu mínúturnar.“ Gengi FH-inga í vetur hefur ekki staðist væntingar og eru þeir eftir leikinn sex stigum á eftir toppliði Vals. „Þetta var leikur sem við urðum að vinna til að missa þau lið sem eru efst ekki of langt á undan okkur. Við áttum okkur á því að stigafjöldinn eftir fyrri umferðina var ekki nógu mikill þannig við þurfum heldur betur að fara að hala inn stigum í seinni umferðinni. „Við þurfum á því að halda að liðin á undan okkur misstígi sig. Þetta er ekki í okkar höndum. En það eru tíu leikir eftir og við erum bara þannig félag að við gefumst aldrei upp fyrr en það er tölfræðilega ómögulegt að ná titlinum. „En við áttum okkur á þvi að ef við ætlum að eiga einhvern séns þá megum við varla misstíga okkur. Þó svo að við höfum unnið þennan leik þá þurfum við að koma aðeins betur stemmdir og öflugri inn í leikina sem við erum að spila,“ sagði Davíð Þór bjartsýnn á framhaldið. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
„Ég er mjög sáttur með þessi stig. Við þurftum að hafa mikið fyrir þeim á móti mjög góðu Grindavíkurliði,“ sagði fyrirliði FH-inga, Davíð Þór Viðarsson, eftir sigurleikinn gegn Grindavík í 12. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Davíð Þór sagði spilamennsku sinna manna ekki hafa verið nógu góða í dag. „Mér fannst vanta smá ákefð og kraft. Í seinni hálfleik, þegar þeir skora 2-1, þá héldum við boltanum nánast ekki neitt sem á að vera okkar helsti styrkur. Við urðum of stressaðir og fórum að hugsa of mikið um að verja forskotið. Það gerði það að verkum að við komumst varla fram yfir miðju síðustu tíu mínúturnar.“ Gengi FH-inga í vetur hefur ekki staðist væntingar og eru þeir eftir leikinn sex stigum á eftir toppliði Vals. „Þetta var leikur sem við urðum að vinna til að missa þau lið sem eru efst ekki of langt á undan okkur. Við áttum okkur á því að stigafjöldinn eftir fyrri umferðina var ekki nógu mikill þannig við þurfum heldur betur að fara að hala inn stigum í seinni umferðinni. „Við þurfum á því að halda að liðin á undan okkur misstígi sig. Þetta er ekki í okkar höndum. En það eru tíu leikir eftir og við erum bara þannig félag að við gefumst aldrei upp fyrr en það er tölfræðilega ómögulegt að ná titlinum. „En við áttum okkur á þvi að ef við ætlum að eiga einhvern séns þá megum við varla misstíga okkur. Þó svo að við höfum unnið þennan leik þá þurfum við að koma aðeins betur stemmdir og öflugri inn í leikina sem við erum að spila,“ sagði Davíð Þór bjartsýnn á framhaldið.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira