Fótbolti

Hótel sænska landsliðsins rýmt vegna brunaboða

Einar Sigurvinsson skrifar
Andreas Granqvist fagnar marki sínu gegn Mexíkó.
Andreas Granqvist fagnar marki sínu gegn Mexíkó. Vísir/Getty
Rýma þurfti hótel sænska landsliðsins í Rússlandi klukkan hálf níu í morgun eftir að brunabjalla hafði farið í gang.

Allir gestir hótelsins, þar með talið sænsku leikmennirnir og íbúar húsanna í kring þurftu því að yfirgefa byggingarnar áður en í ljós kom að engan eld var að finna.

Talið er að annað hvort hafi einhver verið að reykja inni á hótelherbergi sínu eða að tekið hafi verið í rofa sem setur brunabjöllurnar í gang.

Svíþjóð mætir Englandi klukkan 14:00 í dag í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×