Fótbolti

Southgate: Flestir hafa spilað í Championship-deildinni eða neðar

Einar Sigurvinsson skrifar
Gareth Southgate.
Gareth Southgate. Vísir/getty
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, þvertekur fyrir orð Hakan Mild sem sagði ensku landsliðsmennina vera „ofdekruð börn.“

„Við erum ekki lið sem mætir bara og gerir eitthvað, labbar um eins og við séum búnir að vinna,“ sagði Southgate.

Mild sem lék á sínum tíma 74 leiki fyrir sænska landsliðið var mjög ánægður fyrir hönd samlanda sinna þegar ljóst var að Svíar myndu mæta Englendingum í 8-liða úrslitum. Hann sagði leikmenn enska liðsins halda að þeir væru miklu betri en þeir raunverulega eru.

„Við erum með stráka sem koma frá Barnsley, Leeds, Bolton og Blackburn. Það skiptir okkur máli. Svíum finnst gaman að minnast á það að við fáum þetta og hitt borgað, að við séum lið forréttinda,“ sagði Southgate.

Þá tekur hann fram að leikmenn enska liðsins hafi ekki byrjað sinn ferill á háum launum í toppfélögum.

„Mér finnst það ekki eiga við um þennan hóp. Flestir af okkar leikmönnum hafa spilað í Championship-deildinni eða neðar. Hvort sem þeir byrjuðu ferillinn þar eða fóru á láni.“

„Það eru engir farþegar, engin sem sleppir því að pressa eða labbar um völlinn. Það er lykilástæða þess að við erum að sækja góð úrslit og við munum halda því áfram,“ sagði Gareth Southgate.

England og Svíþjóð mætast í 8-liða úrslitum klukkan 14:00 í dag.










Tengdar fréttir

Mild: Englendingar eru „ofdekruð börn“

Hakan Mild, fyrrum landsliðsmaður Svía í fótbolta, segir leikmenn Englands vera ofdekruð börn. England og Svíþjóð mætast í 8-liða úrslitum HM á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×